Á fimmtudeginum (1.mars) fórum við svo í risagöngu, gengum upp í 4450 m hæð að vatninu Churup, rosalega fallegt vatn við tindinn Churup sem er í um 5400 m hæð. Þetta var ansi erfið ganga (að mínu mati!), ég að drepast úr súrefnisleysi og langt á eftir guide-inum og Pétri sem biðu alltaf eftir mér af og til og ég að reyna að ganga sem hraðast til að hægja sem minnst á þeim! Gangan var hins vegar svo þess virði þegar upp var komið, rosalega fallegt. Á leiðinni niður klifruðum við svo niður í klettum niður með á. Á leiðinni niður komum við við í þorpinu Unchus en þar fæddist pabbi vinar okkar Julio. Mjög gaman að sjá það. Reyndar var mjög gaman að sjá öll þorpin þarna í fjallinu. Hrikalega frumstætt, maður datt algjörlega aftur um nokkra áratugi ef ekki aldir. Guide-inn okkar gerði það viljandi að lengja gönguna þannig að við gætum séð þorpin, þarna gengur fólk um í svona týpískum Perú fötum, svín, grísir, hænsni á götunum etc etc etc
Jæja, á föstudeginum tókum við svo rútu til Lima og fengum um kvöldið að borða heima hjá Julio. Mjög gaman að borða í eldhúsinu hjá perúískri fjölskyldu. Daginn eftir var svo förinni heitið á flugvöllinn einu sinni enn, í þetta sinn til Cusco.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Takk fyrir að halda áfram með söguna. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með ævintýrum þínum þarna úti í vetur.
Gleðilegt sumar :)
Gaman að heyra! Og sagan er ekki búin... rest kemur smám saman. Það er líka svo gaman að eiga þetta allt saman á sama stað.
Annars gleðilegt sumar! :)
Genial post and this mail helped me alot in my college assignement. Gratefulness you on your information.
Post a Comment