Við fórum svo til Huaráz 27. feb og vorum þar fram til 2. mars. Huaráz er borg í 3091 m hæð og liggur í dal á milli 2 fjallgarða, Cordillera Negra og Cordillera Blanca (svarta og hvíta fjallgarðsins). Báðir fjallgarðar eru stórbrotnir, hæsti tindurinn í þeim svarta er 5350 metra hár en sá hæsti í þeim hvíta 6768 m hár. Sá hvíti drottnar yfir þeim svarta vegna fjölda tinda og jökla sem í honum eru en þar eru fleiri en 50 tindar í yfir 6000 m hæð. Hvíti fjallgarðurinn er eitt vinsælasta göngu- og útivistarsvæði heims. Þarna er hægt að fara í rafting, klifur, ísklifur, hjólaferðir, gönguferðir etc etc etc. Núna í febrúar og mars er reyndar regntímabil á svæðinu en við vorum hins vegar svo heppin að koma til Huaráz þegar heiðskírt var. Hótelið okkar var frábært, hæsta byggingin í bænum (samt bara 8 hæðir) og efst á hótelinu var "mirador", það er útsýnisstaður. Út um herbergisgluggann okkar horfðum við svo á hvíta fjallgarðinn. Eini ókosturinn við hótelið var líkamsræktarstöð á 6. hæð, ekki bara fyrir hótelgesti heldur líka fyrir fólkið í bænum, helv... hávaði af þessu hopperíi! ;)
Þarna vorum við sem sagt í 3 nætur. Það var því miður ekki heiðskírt allan tímann, byrjaði yfirleitt að rigna um miðjan deaginn. Alla vega, við mættum til Huaráz á þriðjudagsmorgni og eyddum þriðjudeginum í að rölta um bæinn, slaka á og venjast hæðinni. Á miðvikudeginum fórum við í rútuferð upp að Llancanuco þar sem eru rosalega falleg vötn í 4000 m hæð, við hlið hæstu tinda fjallgarðsins. Í rútuferðinni stoppuðum við reyndar á fleiri stöðum, m.a. á handverksmarkaði, í verksmiðju sem framleiðir "dulce de leche" (sætindi úr mjólk) sem kallast "manjarblanco" og er reyndar ansi gott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég bíð spennt eftir framhaldinu á ferðasögunni ykkar :)
kv. Ragna Karen
Post a Comment