Tuesday, January 30, 2007

Lífsvokvinn



Pétur coke-light-isti er buinn ad kenna mer ad drekka Coca Cola zero. Nu lifi eg a koki a morgnana, vitid tid hvad tad er erfitt ad standa i 4 klukkutima og einbeita ser ad tvi ad skilja spaensku? Madur tarf kok, tad er lifsvokvinn. Petur er hins vegar kominn i sterkara kók. Hér í Perú er sidur ad neyta Coca laufa... ja kokain kemur kannski upp i hausinn a einhverjum. En i alvoru talad, folk drekkur coca te etc etc etc. Petur keypti ser coca nammi og segir ad tad virki ansi vel! ;) Uppi i fjollunum er coca te drukkid mikid, tad er vist serstaklega gott vid hafjallaveiki. Eg hef a tilfinningunni ad eg endi i coca te/nammi til ad halda i vid Petur fjallageit tegar geitin stekkur um holt og moa i 5000 m haed...






Jaeja, svo eg minnist nu meira a umferdina i lima. A morgum krossgotum eru litlir gulir standar a midri gotu, ekki mjog traustvekjandi. I tessum stondum (sem by the way eru allir merktir Inca Kola, tjodardrykknum) stendur svo logreglutjonn og badar ut ollum ongum. Eg verd ad vidurkenna ad eg myndi ekki tora ad standa i litlum standi a midjum gatnamotum her i Lima.
Lentum annars aftur i arekstri i fyrradag, mun minni en hinn to.





Ef tu ert bitinn af sandflugu i Peru, serstaklega i frumskoginum, attu tad a haettu ad smitast af Leishmaniasis sem engan veginn er gaman ad fa. Ta faerdu risastort sar tar sem tu varst bitinn sem tekur langan tima ad laeknast. Ef tu ert serstaklega oheppinn geturdu fengid lika sykingu i slimhudir sem getur endad med tvi ad hardi gomurinn hverfur og tu faerd gat a milli munn- og nefhols og jafnvel gat ut a andlit. I dag er to til medferd, folk tarf ad maeta a hverjum degi a gongudeild og fa lyf i aed. Vid forum a Leishmaniudeildina um daginn og fraeddumst mikid um tennan skemmtilega sjukdom. Tegar vid vorum tarna satu tarna 3 menn sem koma a hverjum degi i medferd. Teir voru SJUKLEGA fyndnir. Vid lagum i krampa. Endudum natturulega a ad taka mynd af teim med okkur. Eg hitti ta svo aftur i morgun, teir vilja natturulega fa myndina senda i tolvuposti. Ekki a hverjum degi sem teir hitta ljoshaerda risa fra Islandi :)

I gaer for eg ein i gardinn ad lesa. Hitti vord i gardinum sem vill endilega ad eg komi aftur i gardinn a sunnudaginn tvi ta er hann a vakt. Svo helt eg af stad heim a leid. Eins og vanalega tegar eg er ein ad labba, fekk ljosa risastelpan fullt af kvedjum a leidinni. Svo gekk eg tarna voda roggin, voda glod med ad allir vilji heilsa mer tegar framhja mer keyrir bill fullur af ungu folki, ut um afturgluggann teygir sig strakur og dundrar risastorri vatnsblodru beint i mallann minn! Eg vard RENNANDI!!! Montid hvarf eins og dogg fyrir sólu. Málid er samt ad tad eru alls stadar krakkar med vatnsblodrur, adalsportid er ad standa nokkur saman i felum vid gotuhorn og henda i straetoa sem keyra framhja, oft eru opnir gluggar og folk faer vatnsblodrurnar beint i andlitid. Tetta vatnsblodruaedi er vist árlegt, tengist carneval.

Eins og eg hef sagt adur ta eru nokkur "kaffihus" herna a spitalanum. Vid holdum tryggd vid eitt teirra og stelpan sem vinnur tar veit alltaf hvad vid viljum. Svo er lika ein akvedin sjoppa her sem vid forum alltaf i. Madur verdur bara ad fa Coca Cola zero fyrir gongudeildina! Stundum kaupi eg lika snakk eda kex. I morgun keypti eg kok, snakk og kex. Ta sagdi Mercedes sem var med mer... "va hvad tu kaupir mikid". Ta sagdi afgreidslustelpan og hló: "hun bordar alltaf svona mikid".

Monday, January 29, 2007

Snati

Komum heim í fyrrakvold eftir godan fridag, Pétur opnaði hliðið fyrir utan húsið okkar, á meðan horfði ég á um 5 cm kakkalakka skríða undir hliðið. Pétur steig eitt skref inn, ég var að fara að vara hann við.... brak og brestir... einn sprunginn kakkalakki á stéttinni. Opnuðum dyrnar inn að íbúðinni, á stólnum við dyrnar bíður Snati og fagnar heimkomu okkar... rúmlega 4 cm kakkalakki. Sjá má video af Snata litla með því að ýta HÉR. Urdum ad lata tetta litla video duga tar sem stora flotta videoid var allt of stort.
Svo skríður þetta upp í til manns... mmmmmmm............. Gott ad kura hja Snata.

Alla vega, dagurinn -pre-kakkalakka- hafdi verid godur. Maeli eiginlega bara med ad lesa TETTA.

Tad er held eg rosa "campaign" i gangi med ad gera lima ad betri borg. Meira en fyrir 2 arum. Verdir og loggur uti um allt, alls stadar skilti sem minna folk a ad ganga betur um og tvo ser um hendurnar. Pinulitid raestingarfolk alls stadar, ja eg segi pinulitid tvi tetta eru allt pinkulitlar konur og karlar i appelsinugulum buningum med grimu og sop og ruslatunnu. Um daginn sa eg risarutu og fartegarnir allir i appelsinugulum buningum. Svo keyrdi rutan framhja og madur sa aftan a hana, ta leit ut fyrir ad rutan vaeri tom, appelsinugula folkid naer ekki upp fyrir saetin.

Saturday, January 27, 2007

Enn af Lima

Tad ma eiginlega segja ad tad seu bara 2 umferdarreglur i Lima:
1. Keyrdu eins og ter synist
2. Ekki vera fyrir tegar hinir keyra eins og teim synist

Svo er alveg merkilegt med husin herna, eitt hus er numer 154 og tad naesta nr 166 og tau eru fost saman. Hvar eru oll hin husin? Kannski er til onnur Lima, i annarri vidd. Tar eru kannski umferdarreglur.

Friday, January 26, 2007

Af skurdstofum og sjoraeningjum








I morgun maettum vid hin 4 fraeknu a augndeildina til ad fylgjast med synatoku fra auga i 16 ara stelpu med snikjudyrasykingu. "Adgerdin" var natturulega gerd a litilli "skurdstofu" inn af augndeildinni. Augnlaeknirinn er sjuklega fyndinn og hrikalega or. Fyrst var sjuklingurinn klaeddur i fjolublaan buning sem bye the way sjuklingurinn i adgerdinni a undan hafdi lika verid i, tu faerd ekkert ny fot. Svo kom augnlaeknirinn og spurdi hvort eitthvert okkar aetladi i augnlaeknisfraedi... Eg laumadi tvi ad ad tad vaeri kannski alveg a listanum minum... tannig ad mer var skellt i skurdstofubuning og latin adstoda vid adgerdina. Vuhu! Fekk einhvers konar strumpasko, margnotada hufu, maska og margnotadan bol til ad fara i. Algjor toffari. Hef adstodad a skurdstofu i Perú! ...ekki i honskum...
Í gaer forum eg petur a eins konar markad tar sem seldar eru skolatoskur, pennaveski og baekur. En tetta eru engar venjulegar baekur. I Perú er nefnilega su hefd ad ignora algjorlega fremstu bladsiduna i ollum bokum tar sem stendur: "No part of this publication may be reproduced...". Her er allt ljosritad. Algjorir sjoraeningjar. Ja tu getur farid med hvada bok sem er a hvada ljosritunarstofu sem er (og taer eru uti um allt) og latid ljosrita hana og jafnvel fengid hana alveg eins utlitandi og frumritid. Vid alla vega forum a tennan markad og vorum ad segja laeknunum her fra tvi i morgun. Tau attu ekki til ord, ad vid skyldum hafa farid ein med toskurnar okkar i tetta hverfi sem er vist mjog tjofavaent. Og tegar tau heyrdu ad vid taekjum straeto a hverjum degi, tau misstu andlitid! Eg held tau haldi ad madur se voda naive. Vid bara possum okkur, possum hlutina okkar, erum ekki ad veifa myndavelunum. Eins og stendur i Lonely Planet, tad er ekkert haettulegt ad vera i fataeku hverfunum i dagsbirtu ef madur bara hefur augun opin og skilur dotid sitt ekki eftir. En hver veit... kannski erum vid bara buin ad vera heppin.

Thursday, January 25, 2007

Tad hlaut ad koma ad tvi...

Tad kom ad tvi ad vid lentum i arekstri... Erum buin ad undrast hversu billega vid hofum sloppid hingad til! Vorum i straeto, eg sat i naesta saeti fyrir aftan hurdina og Petur fyrir aftan mig. Dyravordurinn var svona 13 ara, pinkulitill! Eg sat tarna i mestu makindum, t.e.a.s eins miklum makindum og madur getur verid i limdur vid yndislegt straetosaeti ur plasti. svo kom ansi mikid hogg og eg flaug fram fyrir mig, litla stelpan sem stod vid hlidina a mer og eg flugum naer ut um dyrnar, Petur klessti aftan a mig og allt folkid fyrir aftan Petur a hann. Flest saetin i tessum akvedna straeto voru nu laus fyrir en losnudu algjorlega vid tetta, folk uti um allt. Eg vissi varla hvadan a mig stod vedrid, leit upp og sa alla hina algjorlega ringlada. Svo aeddi straetobilstjorinn ut og for ad rifast vid leigubilstjorann sem hafdi verid fyrir honum, híhí. Vid forum natturulega ad taka myndir og allir i straeto ad brosa ad okkur, Petur tok meira ad segja video sem sja ma med tvi ad yta her.
Annars for eg aftur ut ad hlaupa i gaer! Jáhá! Hljop 4 kilometra, vuhu, og engar hardsperrur i dag! Er buin ad finna agaetis taktík, hleyp med Petri nidur a strond og held adeins aftur af honum a leidinni, eg meina madurinn hleypur natturulega allt of hratt. Svo geng eg a strondinni og hleyp aftur til baka.
Jaeja, en tad eru komnir 2 nyir skiptinemar a spitalann sem fylgja sama programmi og vid. Tau eru rosa fin, Yalenko 24 ara strakur fra nordurhluta Perú og Mercedes, 30 ara stelpa fra Bandarikjunum to foreldrar hennar seu upprunalega fra Peru tannig ad hun talar vel spaensku. Tau eru baedi rosa fin og vid fjogur strax ordin finir vinir. Svo er herna lika skiptinemi fra Brasilíu, shit Magga hvad madur tekkir brasilísku taktana og hreiminn! Minnir mig gedveikt á Bruno og co.

Wednesday, January 24, 2007

Íbùdin

Aetladi alltaf ad setja inn myndir af ibudinni:
Ekki tad ad vid seum oft i ibudinni, erum eiginlega alltaf a spitalanum, INNI! Verdum hvitari en lak tegar vid komum heim. Annars lidur okkur agaetlega i ibudinni med kakkalokkunum. Vorum to ekki alveg satt vid ta i fyrstu... einn daginn tók Pétur handfylli af múslíi úr múslíkassanum sínum og var að fara að stinga upp í sig þegar hann tók skyndilega eftir kakkalakka liggja í makindum sínum í miðri múslíhrúgunni í lófanum. Um daginn þegar ég var að fara að sofa var kakkalakki á rölti á koddanum mínum. Við erum búin að kaupa box utan um allar eldhúsvörur og mat. Ad ordu leyti agaetis gaeludyr.

Tad eru lika gaeludyr a spitalanum. Tad eru verdir uti um allt (teir eru samt ekki gaeludyr eda kannski, teir eru ALLTAF i vinnunni), einn teirra farinn ad tekkja okkur ansi vel, turfum ad ganga framhja honum a hverjum morgni. I gaer var hann med ykt kruttlegan hund hja ser, hund sem tilheyrir vordunum a spitalanum. Vid natturulega kloppudum voffa og ta akvad hundurinn ad vid vaerum nyju bestu vinir hans, let okkur ekki i fridi, elti okkur af spitalanum og hlyddi ekki kalli fra vordunum. Snerum margsinnis vid til ad hann faeri til vardanna en allt kom fyrir ekki. Urdum ad lokum ad lokka hann inn og hlaupa ut til ad hann elti ekki ;)

Midbaejaraevintýri



Èg var ekki glod i gaerkvoldi, for a internetkaffi i klukkutima, tad tok 57 minutur og ég er ekki ad grínast ad koma inn einni bloggfaerslu og setja vid hana myndir og ég gerdi ekkert annad. Ytti svo a publish og ta datt allt ut! Mer fannst tad midur skemmtilegt. Adeins ad ausa úr skálum biturleika míns. ;)
Faerslan kemur tvi her an mynda, mun kannski baeta vid myndunum ef eg nenni:

Á sunnudaginn (eina frídaginn okkar í vikunni) tókum við fyrir miðbæinn í Lima. Fengum frábært veður, eiginlega bara of heitt. Alveg heiðskírt sem er ekki endilega gefið hér í Lima. Byrjuðum á því að fara niður í miðbæ og náðum þar í rútu sem fer upp á eitt “fjallið” hér í kringum Lima. Þetta “fjall” er 409 m hátt og á því stendur risastór kross. Staðurinn kallast San Cristóbal. Þaðan getur maður horft yfir stóran hluta Lima. Við fórum sem sagt þarna upp í rútu en leiðin liggur í gegnum eitt fátækasta hverfi Lima, Rímac. Þar á maður ekki að vera að sveifla myndavélinni sinni. Við keyrðum sem sagt í gegnum Rímac, og jesús, hvernig gæðunum er misskipt í heiminum. Húsin eru þarna lítil, samt ekki svo illa hirt. Á mörgum húsum eru ekki þök heldur hefur fólk raðað saman ýmsum plönkum og spýtum til að hafa eitthvað “þak” yfir höfuðið. Jæja, við alla vega komumst upp að San Cristóbal og horfðum þar yfir Lima í hitanum. Flott að sjá. Við krossinn er hægt að kveikja á kerti sem ég gerði fyrir afa minn heitinn og ömmu Stínu. Tókum svo fullt, fullt af myndum, eins gott að maður þarf ekki að borga framköllun lengur! Jörðin þarna uppi ógeðsleg samt, malbikið horfið undir þykkt lag af tjöru, tjaran festist undir skónum og maður rennur til eins og í drullusvaði, ekki mjög girnilegt. Við fórum niður aftur hálftíma seinna og gengum út á brú yfir ánni sem liggur í gegnum Lima. Ég er að taka mynd af Pétri hinum megin við götuna þegar upp að honum gengur skóburstari, ungur strákur, sem fer að tala við hann. Byrjar á að heilsa Pétri með hinu alvanalega töffarahandtaki sem tíðkast hér í Perú á meðal stráka. Hann spyr okkur svo náttúrulega eins og langflestir gera hvort við séum saman. Við segjum nei. Svo kveður hann okkur með orðunum: bambino pronto. Barn fljótt. Ok! Stuttu seinna hittum við bandarísku stelpu, Stephanie, sem er ein á ferð hér og fer á miðvikudaginn. Spjölluðum aðeins við hana. Héldum ferð okkar svo áfram niður á Plaza de las arma, aðaltorgið í Lima. Þar gengur upp að okkur eldri maður frá Perú sem fer óumbeðinn að lýsa fyrir okkur öllu sem við getum gert í miðbænum, endaði á að segja okkur að fara varlega sem allir virðast vera óþreytandi á að gera. Það var reyndar mjög gaman að tala við þennan mann. Settumst svo niður örlitla stund og þá kemur að okkur gömul kona að reyna að selja okkur dúfnamat. Við segjum nei takk en hún fer þá að spyrja hvaðan við séum og hvar við höfum lært spænsku. Þegar hún heyrir minnst á Spán segir hún með grettu: Fea Espana (ljóta Spánn). Fór svo þegar hún áttaði sig á því að við myndum ekki kaupa neitt af henni. Við fengum okkur svo að borða og héldum áfram. Röltum smá hring og komum svo aftur að Plaza de las Armas. Stoppum þar á horni til að taka myndir en hinum megin við götuna standa nokkrar löggur sem fara að fylgjast með okkur (svona by the way þá eru löggur úti um allt í Lima, sérstaklega í miðbænum og í Miraflores sem er aðal túristahverfið, þær brosa alltaf til manns og passa upp á mann). Við förum síðan yfir götuna og stöndum þarna í rólegheitum á horninu þegar Pétri bregður eitthvað við, hafði fengið fuglaskít í hárið! Þá sitja ansi margar dúfur í gluggasyllum á húsinu ofan við okkur. Löggunum finnst þetta alveg bráðfyndið. Pétur fer síðan að hoppa eitthvað um og hlæja, þá kemur ein löggan og réttir Pétri bréf, hann fær svo spritt hjá mér og er eitthvað að bagsla við að losa sig við óþverrann úr hausnum. Réttir mér svo bréfið með skítnum... sem ég vil náttúrulega ekkert taka við. Löggurnar hlæja þá enn hærra. Jæja, við röltum þarna yfir torgið og verðum vitni að einhverri furðulegri hergöngu. Þegar henni lýkur kemur upp að mér svona 13 ára stelpa og vill endilega fá að taka mynd af mér með sér. Segir pabba sinn vera með myndavél þarna rétt hjá. Ég skildi þetta nú ekki alveg, skildi ekki af hverju hún vildi endilega fá af mér mynd, datt helst í hug að hún ásamt einhverjum félögum sínum væri að reyna að ræna mig. Sýnist þetta þó vera allt í lagi og segi bara já, ég meina af hverju ekki og dreg Pétur með mér. Þá koma 2 yngri stelpur, sennilega systur hennar og eru að snerta pilsið mitt. Þá hætti ég nú eiginlega við, maður er svo tortrygginn, hélt þær væru að reyna að komast ofan í vasana. Loks kemur mamman aðsvífandi, tannlaus, og spyr hvort við séum ekki til í að vera á einni mynd. Fjölskyldan vildi sem sagt bara fá hávöxnu ljóshærðu risana með sér á mynd. Svo við létum undan. Stelpan var alveg yfir sig hamingjusöm og kyssti mig og faðmaði takk eftir á. Við héldum svo för okkar áfram og fórum að skoða dómkirkjuna. Gengum þaðan að frægri kirkju rétt hjá sem heitir San Francisco. Þar er ég að taka myndir þegar framhjá gengur um 9 ára stelpa með pabba sínum og spyr pabba sinn: “Hvað er hún að gera?” Hafði sennilega aldrei séð stafræna myndavél áður. Pabbinn svarar sem er að ég sé að taka myndir. Ég sný mér þá við og brosi til hennar. Þá spyr hún mig hvað ég tali.... sem sagt hvaða tungumál. Ég segi henni það og tek mynd af henni í leiðinni. Sýni henni svo myndina á skjánum á myndavélinni, hún varð alveg yfir sig hamingjusöm, brosti út að eyrum og sagði takk tvisvar. Sjá myndina hér til haegri.

Við héldum áfram að rölta, förum aftur yfir að Plaza de las Armas þar sem löggan Willie gefur sig á tal við okkur, ræðum skólamál í Perú og Íslandi. Tökum svo nokkrar myndir og stöndum þarna aðeins eins og illa gerðir hlutir. Þá er allt í einu komin fjölskylda við hliðina á okkur, að taka mynd af sér við torgið. Ég vippa mér frá, vil ekki vera óvart inni á myndinni. Þá segir unglingsstelpan í hópnum við pabba sinn: “æ, ég hefði líka viljað mynd af henni”. Svo snúa þau sér öll við og horfa á mig og brosa. Við göngum svo fram hjá þeim og þá smella þau af mynd um leið og ég geng fram hjá. Ég fór þá bara að hlæja og sneri mér að þeim. Stelpan spyr þá hvort við séum til í að vera með þeim á mynd. Við sögðum bara já og brostum okkar blíðasta. Lét fjölskylduföðurinn líka taka mynd á mína vél í þetta skiptið! Sjá hér til vinstri. Maður er farinn að halda að maður líkist einhverri kvikmyndastjörnu. Það var reyndar, að mér fannst, eitthvað óvanalega mikið um að fólk horfði á okkur í dag. Reyndar sunnudagur, frídagur, og allir Limabúar úti á röltinu. Kannski óvanir að sjá ljósa risa ganga um borgina sína. Tókum síðan strætó heim. Dyravörðurinn í strætó segir alltaf þegar fólk ætlar út: “baja, baja, baja, baja....”. Baja þýðir: farðu niður. Í kvöld sagði þessi: “baja, princesa”. Já ég er prinsessa í Perú, fræg prinsessa. Ég er fræg eins og hún amma mín. Fatti þeir sem fattað geta. :)

Þetta er reyndar svolítið fyndið með áhugann sem fólk hefur á okkur ljóshærðu risunum. Ég sat á bekk á föstudaginn og var að lesa þegar skyndilega ég sé skærbleikan bol fyrir framan, þá var þetta lítil 5 ára perúísk stelpa sem virtist vera þarna ein. Vildi vita hvað ég héti, hvar maðurinn minn væri og hver hefði keypt bolinn sem ég var í. Á laugardagskvöldið settumst við niður á veitingastað úti við og vorum að bíða eftir matnum okkar þegar upp að okkur kom einhver maður (sem var alltaf að skyrpa á mig!) og vildi endilega fá okkur í partý með sér og á ströndina daginn eftir. Vildi endilega mynd af mér og ætlaði bara ekki að fara. Var frekar fyndinn fyrst, við hlógum og hlógum, urðum svo pínu þreytt á honum. Svo í gær vorum við að labba við “ströndina”, þá kom svona 10 ára strákur og vildi endilega að Pétur tæki mynd af sér. Pétur gerði það og þurfti að bæta annarri við með allri fjölskyldu stráksins! Strákurinn brosti út að eyrum eftir þetta. Hittum reyndar líka þarna á göngu okkar sætasta hvolp ever. Spjölluðum aðeins við eigandann og fengum að taka myndir af voffa litla, sjá hér til vinstri. Voffi er bara 2 mánaða og ji minn eini hvað hann er sætur, líka svo sætt að sjá hann ganga, rassinn dillaði allur. ;)
Fórum í Lavandería áðan (svona fatahreinsun). Erum nefnilega ekki með þvottavél og finnum enga lavandería þar sem maður getur þvegið sjálfur. Þetta eru svolítil vandræði þar sem fæst svona þvottahús vilja þvo nærföt og sokka. En við fundum þarna eitt, konurnar létu okkur fá bala og við þurftum að hrúga öllum skítugu nærfötunum og sokkunum í þá. Svo fóru þær að telja nærbuxurnar, já þið hefðuð þurft að sjá svipinn á Pétri þegar ókunnugar konur byrjuðu að handfjatla nærfötin hans... híhí. Svo var enn fyndnara a leidinni heim fra tvottahusinu, Petur leit eitthvad i toskuna sina og tar var byssukula. Hann er sem sagt buinn ad ferdast med byssukulu i toskunni fra islandi til perú, i gegnum USA. Ekki tad ad madur geti nokkud gert vid eina byssukúlu.

En já, ég var örugglega búin að tala um krakkana sem hoppa alltaf upp í strætó og betla um pening, vanalega reyndar gera þau eitthvað, tala voða mikið með vælandi röddu eða syngja. Áðan kom hins vegar ótrúlega flottur og sniðugur strákur upp í strætó, hann var svona 11 ára og klæddur í trúðabúning. Pétur hafði verið alveg við það að sofna í strætó en þetta vakti hann alveg. Strákurinn kom inn og byrjaði að segja við farþega að hann þetta betl væri sko bara samkeppni, þess vegna væri hann klæddur í trúðabúning, og að hann ætlaði sko ekki að væla um að mamma hans væri á spítala eða að amma hans væri ólétt eða bla bla bla. Svo byrjaði hann að tala við fólk, þóttist vinna fyrir strætófyrirtækið og að það vantaði 20 sent upp á fargjaldið hjá fólkinu. Var alveg sjúklega fyndinn og ég og Pétur sem sátum aftast vorum að kafna úr hlátri. Síðan kom hann að okkur, leit á okkur og sagði: “ þið eigið sko pottþétt pening”. Ég lét hann fá 50 sent sem honum fannst mikið. Svo fór hann aftur fremst í strætó og byrjaði að leggja bölvun á fólkið sem hafði ekki gefið honum pening.... sagði að hann myndi sko ekki tala vel um það þegar hann væri kominn til himna. Talaði um litla púka og etc etc etc. Hann var sko skemmtikraftur af guðs náð. Svo leit hann alltaf aftast í strætó við og við og sá að Pétur var alveg að deyja úr hlátri. Svo sagði hann: “Señor (og átti við Pétur), konan þín gaf mér pening en ekki þú” og þóttist svo leggja einhverja bölvun á Pétur og við hlógum enn meira. Mjög skemmtilegt strætó-atvik. Ég meira að segja náði mynd af snillingnum svona í laumi.

Saturday, January 20, 2007

Myndatilraun - Berglind bombero


Vúhú tad tókst... tók samt ansi langan tíma.
Hér sjáid tid Berglind bombero med meiru...
:)
Vil lika benda ykkur a ad tad eru sifellt ad koma fleiri myndir inn a myndasiduna, haegt en orugglega...

Lima

Tad er svolitid erfitt ad lýsa Lima... Aetla ad "ritstela" adeins:

- "If, like me, your read the Paddington Bear books in your youth, Lima in "darkest Peru" may conjure up images of an exotic city in the heart of a lush tropical jungle. Unfortunately this is far from reality. The city, sprawled untidily on the edge of the coastal desert, is mainly modern and not particularly exotic. Despite its many urban problems, most visitors find Lima an interesting, if nerve-racking, place to visit.
Lima is the capital of Peru. Almost a third of Peru´s 24 million inhabitans now live in Lima, making most of the city overcrowded, polluted and noisy. Much of the city´s population growth can be attributed to the influx of very poor people from other areas of Peru, especially the highlands. They come searching for a better life with a job and, perhaps, opportunities for their children. Most end up living in the "pueblos jovenes", or "young towns". These shantytowns, which surround the capital, lack electricity, water and adequate sanitation. Jobs are scarce: many work as "ambulantes", or street vendors, selling anything from chocolates to clothespins and earning barely enough for food. Their chances of improving their lot are very slim.

Lima´s location in the center of Peru´s desert coastline gives it a climate and environment that can only be described as dismal. From April to December, the coastal fog, known as "garúa", blots out the sun and blankets the city´s buildings in a fine grey mist. Unless repainted annually, the buildings soon take on a ghosty pallor from the incessant mist that coats the rooftops with a thin, concretelike layer of hardened gray sludge. The situation is not much better during the few months of Lima´s short summer (January - March) - although the sun does come out, smog makes walking the city streets a sticky and unpleasant activity.
As the waste products of nearly 8 million Lima residents mostly end up in the Pacific, the beaches are overcrowded cesspools, and the newspapers carry daily health warnings during summer.
Having read this far, you might well be wondering how to avoid Lima. However, if you´re planning any kind of extensive travelling in Peru, you will find it virtually impossible to avoid the desert coastline and, in turn, Lima. Despite the city´s drawbacks, having no choice is not the only reason to go to Lima. Its people are generally friendly and hospitable, there are superb opportunities for dining, nightlife and other entertainment and, perhaps most important of all, the great selection of museums includes some of the best in Peru. So it´s worth trying to ignore the traffic jams and the crowds and gettings to know something of the people and the culture of Peru." -
Lonely Planet - Peru

Tar hafid tid tad. Eg vil nu reyndar baeta vid ad i raun eru engar strendur vid Lima, ju tad er strond og upp vid hana liggur halfgerd hradbraut. Sidan koma eiginlega klettar og hamrar sem borgin stendur uppi a. Strondin sjalf er vidbjodsleg, madur fer ekki tangad nema til ad fara a brimbretti. Eg fer ekki ofan af tvi ad straetoarnir eru tad skemmtilegasta vid Lima :)

Harðsperrur, myndir og fleira skemmtilegt

Ég hef aldrei á ævinni fengið eins slæmar harðsperrur. Þær voru slæmar á fimmtudaginn en í gær... jesús minn almáttugur. Ég varð að standa upp og setjast niður með handafli einu saman. Er mun betri í dag, stefni á næsta maraþonhlaup á mánudag ;)
Verð að segja að ég öfunda Pétur, hann getur sett myndir inn á bloggið sitt. Ég get það ekki, er búin að reyna oft, það kemur alltaf upp gluggi þar sem stendur ad verid sé að setja myndir inn á bloggið en svo bara gerist ekki neitt og svo verð ég að hætta á netinu. En ég er byrjuð að setja myndir inn á myndasíðuna! Vúhú!
Á fimmtudaginn komu perúísku vinir okkar hingað óvænt og fóru með okkur á þjóðdansasýningu. Ég reyndar vissi af þessu þar sem að sýningin býður upp á afmælistilboð fyrir afmælishópa, það er afmælisbarnið fær frítt inn og allir hinir á 40% afslætti. Ég þurfti nefnilega að laumast til að ljósrita passann hans Péturs svo að Ernesto gæti sannað að vinur hans ætti afmæli þegar hann keypti miðana. Fórum í leigubíl á staðinn, vorum 6 farþegar + bílstjóri í 5 manna bíl! Pétur sat fram í og við hin 5 aftur í. Á miðri leið spurði Pétur hvort það væri ekki betra að einn úr aftursætinu kæmi fram í.... “Nei Nei Nei” svaraði bílstjórinn, “það er alveg bannað að hafa 2 farþega í framsætinu”. En allt í lagi að hafa 5 farþega í 3 manna aftursæti! Alla vega, við fórum á þessa þjóðdansasýningu og það var ógeðslega gaman! Sýndir voru þjóðdansar hvaðanæva að í Perú og inni á milli spilaði hljómsveitin fyrir dansi, allir í salsa á dansgólfinu. Síðan byrjaði martröðin, kynnirinn fór að telja upp alla þá sem áttu afmæli og bað þá um að koma upp á svið... Pétur varð hvítari og hvítari í framan þar til að kallað var á afmælisbarnið frá Íslandi... Þetta reddaðist, hann þurfti ekki að tala í míkrófóninn. Svo ráku krakkarnir mig upp á svið líka og við enduðum í einhverjum risahringdansi. En sagan er ekki búin því skyndilega heyri ég kallað: Eruð þið frá Íslandi?!!! Þá voru 2 íslenskar stelpur þarna líka, ég hafði reyndar tekið eftir þeim fyrr um kvöldið því mér fannst þær svo íslenskar í útliti. Þær höfðu líka tekið eftir okkur en urðu svo alveg vissar þegar þær heyrðu kynninn kalla Ísland. Þetta eru sem sagt tvær 18 ára stelpur úr Hafnarfirði, önnur er skiptinemi í Argentínu og hin í Perú og þær þekkja systur hans Péturs! Heimurinn er lítill, í 8 milljón manna borg í S-Ameríku hittum við tvær hafnfirskar stelpur á einhverri þjóðdansasýningu sem er í gangi á hverju kvöldi og þær þekkja Báru! Frekar fyndið.
Í gærkvöldi fórum við út að borða í tilefni þess að Pétur er orðinn gamall maður. Fórum á rosa fínan veitingastað með útsýni yfir Kyrrahafið. 3 rétta máltíð með góðri þjónustu og drykkjum á 5000 kall. Rosalega dýrt fyrir Perú en fyrir uppa frá Íslandi næstum ókeypis. Uppaskapurinn datt svo algjörlega út þegar við áttum að borga, þurftum að skrifa á kreditkortakvittunina hvað við vildum tippa mikið... þurftum að láta þjóninn útskýra fyrir okkur hvernig þetta gengi fyrir sig... var frekar vandræðalegt! En hann sér okkur hvort eð er sennilega aldrei aftur. J
Það er svolítið fyndið hérna, allir læknar ganga með hlustunarpípuna sína um hálsinn, heima þykir það nú alveg það hallærislegasta af öllu hallærislegu. Hér er það hálfgert stöðutákn. Svo kann enginn að heilsa með handabandi, það heilsa allir eins og þeir hafi ekki vöðva, rétt dingla höndinni í höndina á manni.
Við vorum í strætó í gær þegar ég sé unglingsstrák labba hinum megin við götuna, svo er eins og hann hugsi sig um, hleypur svo að strætónum, hoppar upp og stingur hendinni inn um opinn gluggann og stelur einhverju af manninum 5 sætum fyrir framan mig. Ég var með opinn gluggann og var nýbúin að vera að taka myndir. Karlinn fyrir aftan mig sagði mér strax að loka glugganum og karlinn hinum megin við ganginn hafði miklar áhyggjur af myndavélinni. Ég vil nú samt meina að það myndi vera erfitt að stela af okkur Pétri í strætó, ég hef t.d. myndavélina alltaf fasta við úlnliðinn á mér þegar ég er að taka myndir í strætó. Svo koma alltaf betlarar og sölufólk inn í strætó af og til, í gær komu 2 stelpur sem sungu og spiluðu á greiðu í strætó, báðu svo fólk um að kaupa af sér karamellur. Pétur aumkaði sig yfir aðra þeirra og keypti karamellu en neitaði svo að fá karamelluna sjálfa. Stelpan brosti bara voða hamingjusöm og fór út.
Eitt svolítið merkilegt, var búin að segja ykkur frá að ég þarf að kyssa alla sem ég hitti. Svo hefur reyndar ekki verið um sjúklinga en í gær var ég sem sagt kysst af sjúklingi og deildarlæknirinn líka þar sem hún var líka kvenkyns. Hef ekki verið kysst í viðtali áður við sjúkling... jú fyrir utan skiptið sem ég fékk einn rennblautan á kinnina frá 3 ára herramanni í sumar. J
Jæja, í dag er bara skýjað hérna í Lima. Við búin að fara á spítalann í morgun og sjá 8 HIV sjúklinga. Eg og buddan mín aetlum nuna ad nýta okkur sídasta daginn á útsolunum...
Perúkoss, Berglind

Thursday, January 18, 2007

Hlaupadrottning

Áááááiiiiii..... ég er ad drepast úr hardsperrum! Var sett i itrottagallann i gaer og latin hlaupa 5 km! Hef ekki hlaupid svona langt ne hratt sidan a handboltaarunum minum... og eg haetti i handbolta 16 ara! Mer fannst eg standa mig ykt vel! Aetla ad halda afram, Petur aetlar ad lata mig labba upp i 5000 m haed i lok februar.
En jamm og jaeja... Pétur er 26 ára í dag, 26 ÁRA! Dagný fraenka a lika afmaeli og lika Karinna deildarlaeknirinn a teyminu okkar a spítalanum hérna. Til lukku med daginn!
Já med myndir... myndir vilja ekki birtast herna a blogginu minu, er buin ad reyna. Med myndasiduna... aetla ad gera tilraun nuna til ad setja fyrstu myndir inn, malid er bara ad eg tarf ad downloada forriti i hvert sinn sem eg aetla ad setja myndir tangad inn (tar sem eg fae aldrei somu tolvuna a internet kaffinu) og tad tekur sinn tima a svona rosa hradvirku internet kaffi.
Tad er buid ad vera rosa gaman a spítalanum i dag og i gaer, forum i gaer a gongudeild. Byrjudum a ad vera med serfraedingi, konu, sem taladi ogedslega hratt og mikid. Eg turfti ad einbeita mer og einbeita mer og einbeita mer meira til ad skilja hana... svo datt eg ut. Eftir klukkutima opnadist hurdin a herberginu og inn kom annar serfraedingur og annar sjuklingur, ja og teir settust a 2 stola og byrjudu lika ad tala. Ja 2 vidtol i gangi i einu i sama litla herberginu, ja vid erum ad tala um cirka 8 fm herbergi! Serfraedingurinn sem kom seinna inn var reyndar ykt finn svo vid slogum 2 flugur i einu hoggi, fengum ad fylgjast med 2 i einu. Dagurinn i dag slo samt gaerdaginn ut, maettum i morgun kl 8 og aetludum ad fa ad vera a gongudeild med deildarlaekni sem heitir Dalila. Tad var natturulega ekkert mal. Inn i herbergid komu svo 2 adrir laeknanemar, 1 fra Peru og 1 fra Mexiko tannig ad vid vorum 4 laeknanemar, Dalila deildarlaeknir, hjukrunarfraedingur og deildarlaeknir fra Spani auk sjuklingsins! Tetta var nu samt bara rett byrjunin, tvi fljotlega baettist vid annar deildarlaeknir, 2 dyralaeknanemar og 1 laeknanemi i vidbot. Fjorid byrjadi to fyrst tegar inn aeddi hudsjukdomalaeknir med sjukling i eftirdragi auk hjukrunarfraedings og laeknanema fra Brasiliu. Tad voru sem sagt 2 vidtol i gangi aftur i 8 fm herbergi nema nu voru 6 laeknanemar, 2 dyralaeknanemar, 2 hjukrunarfraedingar, 3 deildarlaeknar, serfraedingur, 2 sjuklingar og adstandendur inni! 20 manns tegar mest var. Tvilik kaos en ykt skemmtilegt! Serfraedingurinn var lika ykt fyndinn, kenndi okkur ogedslega mikid og var eins og stormsveipur. Vid vorum daud ur treytu kl 12 eftir allt actionid. Eftir hadegi forum vid sidan i kennslu um snaka- og konguloabit og tad var ogedslega gaman. Vorum bara 4 i fyrirlestri, vid og 2 dyralaeknanemar. Mjog skemmtilegt. Forum sidan i malaríukennslu sem var nu pinu langdregin en samt mjog frodleg. Vid erum ad sja fullt af nyjum hlutum herna, audvitad er tetta her eins og annars stadar ad madur er i raun ad hanga mjog oft en tannig er tad nu bara. Vid sjaum alla vega eitthvad nytt og laerum fullt a hverjum degi. Er t.d. buin ad sja um 12 HIV sjuklinga her a einni viku en a ollum minum laeknisfraediferli heima hef eg adeins sed 1!
A spitalanum eru nokkur litil "utikaffihus/restaurantar". Vid erum farin ad halda tryggd vid einn teirra og tegar vid komum a stadinn ta liggur vid ad konurnar seu bunar ad gera tilbuid tad sem vid faum okkur alltaf, taer alla vega retta Petri alltaf coca cola light an tess ad spyrja ;)

Eg var einhvern timann buin ad segja fra kossamenningunni herna, eg tarf alltaf ad kyssa alla tegar eg hitti ta, jafnvel i fyrsta sinn. Petur tarf alltaf ad framkvaema einhverja furdulega blondu af handabandi og klappi a bakid. A laugardaginn forum vid tarna a tonleika og hittumst fyrst i heimahusi, hja straki sem heitir Christian. Satum tar og vorum ad bida eftir Flor tegar skyndilega einhver kom aftan ad mer, vindur ser upp ad mer og skellir rembingskossi a kinnina a mer, muldrar eitthvad "mucho gusto" (gaman ad hitta tig) og aedir svo ut. Tetta var sem sagt litli brodir Christin (svona 15 ara), vel upp alinn og sagt ad heilsa ollum kvenkyns verum med kossi, en greinilega gerdi tetta af einskaerri skylduraekni! Tetta var frekar fyndid.
Sáum llama dyr i gaer, eg var buin ad gleyma hvad tau eru saet!
I gaerkvoldi forum vid nidur i midbae i fyrsta sinn sidan vid komum hingad. Boliviska konan sem eg hitti nidri a strond um daginn var nefnilega buin ad segja mer ad tad vaeri festival i gangi. Og tvilikt festival, fullt fullt fullt af folki. Tetta var bara mjog gaman. Lika fullt af loggum og loggu"skriddrekum" og slokkvilidsbilar. Petur sa slokkvilidskarla og langadi svo ad taka mynd af teim svo eg bara vatt mer upp ad teim og spurdi og teir heldu tad nu, spurdu bara hvort eg vildi ekki slokkvilidsbilinn med. Eg sagdi natturulega ju. Svo vildu teir endilega hafa mig med a myndinni og skelltu a mig risahjalmi! Var bara frekar kul! A nu myndir af mer vid islenskan slokkvilidsbil med islenskan hjalm og vid peruiskan slokkvilidsbil med peruiskan hjalm, rather cool! Turfti natturulega ad borga fyrir med rembingskossi... en hvad er tad her i Peru :)
Eg verd bara ad tja mig meira um straetoana... lentum i straeto i dag med sjalfsmordstenkjandi bilstjora. OMG! Hef lent i ymsu her i umferdinni i lima en tessi ok i gegnum baeinn a methrada, hofum sjaldan komist svona hratt heim af spitalanum.
Jaeja, aetla ad reyna ad finna ut ur tessum myndum
Tar til naest,
hardsperrukonan

Tuesday, January 16, 2007

Our flatmates

Maeli med ad tid kikid a bloggid hans Peturs og skodid myndina af einum af herbergisfélogum okkar i andarslitrunum... Hvad vaeri lifid an vina?

La Puta en Lima

Fór aftur ein að labba í dag tvi Petur duglegi for ut ad hlaupa. Labbaði niður í Miraflores. Fékk enn meiri athygli en í gær, hlýt að hafa verið í eitthvað pínu hórulegum fötum... ekki það að það eru allar stelpur hérna í stuttu pilsi og hlírabol, ég er bara 20 cm hærri og alveg hvít! Fór niður að strönd og var að skoða í búðir. Þá kom lítil stelpa og vildi selja mér eitthvað. Það er svo fyndið, maður er eitthvað svo prógrammeraður fyrir því að segja nei við öllu svona. Ég fæ samt alltaf í hjartað við að sjá þessi litlu börn úti á götu að selja tyggjó eða hvað það er sem þau eru að selja, perúísk börn eru svo sæt. Alla vega, eg akvad ad vera bara svolitid naes og kaupa af henni. Hun vard svo yfir sig hamingjusom. Fekk ad taka mynd af henni. Ta kom einhver strakur sem var ad selja halsmen og for ad tala vid mig. Var alveg yfir sig hneyksladur a tvi ad eg skyldi ekki vilja eignast eda vera tegar buin ad na mer i peruiskan kaerasta!
Eg helt svo bara afram og for ad tala vid gamlan mann sem var ad selja avexti. Fekk ad taka mynd af honum og avoxtunum sem hann radadi svo flott. Svo kom bolivisk kona og for ad tala vid mig. Tad er rosa gaman ad tala vid folk, bara vera a roltinu og tala vid mismunandi folk med mismunandi bakgrunn.
Petur aetlar ad draga mig ut ad hlaupa a morgun. Hef einhvern a tilfinningunni ad hann muni aldrei aftur langa ad draga mig ut ad hlaupa... ;)
Tad er rosa taegilegt hitastig herna, reyndar er svolitid heitt og rakt i hadeginu. Madur svitnar samt eins og svin! Ad labba i 30 stiga hita og 80% raka, tad er bara ekki annad haegt...
Svo er allt svo odyrt, madur verdur svo verdblindur! Finnst ein sol allt i einu skipta rosa mali (1 sol er 20 kall!). Tegar madur kemur heim til islands a madur eftir ad sja eftir tvi ad hafa ekki keypt allan heiminn herna
A spítalanum er lika rosa gaman, erum ad laera fullt. Gerum eiginlega ekki annad herna en ad vera a spitalanum og tannig verdur tetta sennilega tennan manudinn. Erum a spitalanum oft til um 2 eda 3, svo tekur klst ad fara heim i straeto, faum okkur ad borda, petur ut ad hlaupa og eg ad rolta sma. Svo bara borda kvoldmat og fara ut i supermarkad og internet kaffi og ta er dagurinn buinn! Enginn timi til ad lesa eda neitt, sem er slaemt! Timinn er svo fljotur ad lida. A spitalanum liggur 19 ara strakur sem eg er buin ad tala svolitid vid, hann er ogedslega klar ad gera vinabond. Hann gerdi 4 handa mer, eg heimtadi ad borga honum. Ogedslega flott vinabond. Hann er lika buinn ad gefa hinum laeknunum a teyminu, leidist alveg rosalega, er alltaf ad gera vinabond :)
Jaeja, aetladi ad reyna ad setja einhverjar myndir herna inn. Verd ad reyna seinna, kann ekkert a tetta... Verd taeknilegri naest :)

kv. La Puta

Monday, January 15, 2007

Sardínur í verkfalli

Í dag vorum vid sardínur, meiri sardínur en vid hofum nokkru sinni verid. Eg var sardína sem fékk ekki einu sinni ad vera med í dósinni, ég hékk út um straetohurdina med straetodyraverdinum. Tad var nefnilega verkfall hjá straetostarfsmonnum i morgun og teri fau straetoar sem voru starfandi voru allir trodfullir. Eg er ekki ad grínast med ad hanga ut um straetohurdina...
Samgongur hérna eru alveg ótrúlegar. Fórum í leigubíl á laugardaginn á tónleika, settumst 5 fartegar inn í einn leigubíl, ekkert edlilegra og bílstjórinn keyrdi eins og vitleysingur. Fórum svo aftur í leigubíl í dag. Turftum ad skjótast í hádeginu af spítalanum í eina búd sem er lengst lengst í burtu og komast aftur til baka. Settumst inn í leigubíl kl 11:15, keyrdum á stadinn, Pètur skaust inn í búd í 1 mín og fórum svo aftur á spítalann, stigum út úr leigubílnum aftur 12:30. Vorum sem sagt í leigubíl á ferd í 1 klst og 15 mín og tetta kostadi 440 kr! Já heilar 440 kr! Svona eins og startgjaldid heima um helgar ;)

Spitalafot

I Peru kaupirdu tin eigin spitalafot. Tu ferd i straeto i spitalafotunum, tu ert a spitalanum i spitalafotunum, tu ferd heim i spitalafotunum og tu tvaerd tin eigin spitalafot. Tad er toff ad vera i spitalafotum.

Sunday, January 14, 2007

Petur for ut ad hlaupa adan. Eg geri ekki svoleidis svo eg og buddan min forum ad versla. Hef aldrei verid ein a rolti i Lima svona lengi, var reyndar i Miraflores sem er alveg safe stadur. Vid Petur faum nu alveg athygli tegar vid erum tvo saman en shit hvad eg fekk mikla athygli og shit hvad tad er gaman! ;) Tad er reyndar frekar fyndid hvad utlendingar fa mikla athygli, allir leigubilar og straetoar flauta tegar teir keyra fram hja manni. Ekki tad ad okumenn her i Lima eru siflautandi, flauta alltaf tegar teir koma ad gatnamotum jafnvel tar sem eru umferdarljos, flauta til ad lata vita af ser og aeda svo bara yfir...
Forum i gaerkvoldi a jazz tonleika med vinum okkar. Var ogedslega gaman. Hittum aftur brodur hennar Flor sem vid kynntumst svolitid sidast. Hann er svo fyndinn, er dyralaeknir og vinnur inni i frumskoginum, er halfgerdur Tarzan i hlirabol med sítt har.
En jaeja, aetla ad fara ad sofa, gúd naet

Saturday, January 13, 2007

Viltu senda mér sms?

Ef tu vilt senda mér sms ta geturdu farid a linkinn her til hlidar og skrifad numerid mitt i "Ingrese el número de Abonado" og "Enviar" til ad senda. Númerid mitt er 9013568. Ef tu vilt hringja i mig ta tarf bara ad setja 00511 fyrir framan númerid: 00511-90136568. Erum lika komin med heimasima en man ekki numerid .

Ísland

Við erum ógeðslega heppin að hafa fæðst á Íslandi, gerið þið ykkur grein fyrir því? Það er til svo rosalega fátækt fólk. Rosalega fátækt. Svo vorum við að tala við kandídatana á spítalanum, kandídatsárið þeirra er 1 ár eins og heima nema að þau þurfa að mæta á hverjum einasta degi, já líka á lau og sun í HEILT ÁR! Auk þess þurfa þau að taka 2 vaktir á viku þar sem þau eru á spítalanum alla nóttina. Og þau fá 450 sólir á mánuði sem gerir 9000 kr á mánuði! Reyndar er kandídatsárið hér í Perú skilgreint sem hluti af náminu en come on, mæta 7 daga vikunnar í heilt ár og fá 9000 kall á mánuði! Þau misstu andlitið þegar við sögðum þeim frá kjörum kandídata heima á Íslandi. Við eiginlega skömmuðumst okkar að segja frá þeim. Deildarlæknarnir fá nú aðeins meira en kandídatarnir, fá um 60.000 kall á mánuði en það er samt ekki neitt. Reyndar er náttúrulega rosalega ódýrt að búa í Perú. Síðan er svolítið merkilegt, þegar þú klárar kandídatsárið hér í Perú þá þarftu að gera eina rannsókn og svo færðu lækningaleyfið. En þegar þú ert búinn að fá leyfið þá ferðu bara ekkert að vinna sem deildarlæknir, nei nei, þú ferð bara beint í að undirbúa þig fyrir sérnám og inntökupróf í þau. Þekkjum 2 lækna sem voru að klára kandídatsárið sitt, nú eru þau bara að fara í frí í nokkra mánuði, svo fara þau að læra undir bandarísku prófin sem þau taka eftir ár og stefna svo bara á sérnám. Það er ekki nema von að talað sé um að læknar sem koma frá Íslandi í sérnám séu vel undirbúnir miðað við aðra, alla vega ef maður miðar við Perú. Ég held samt að læknanámið hérna sé mjög gott.
Við erum búin að ákveða að mæta á spítalann á laugardögum þegar við erum hér í Lima, það eru hvort eð er allir læknar á spítalanum alla daga! Þá nýtum við tímann betur, getum betur fylgst með öllu sem er í gangi með sjúklingana og eigum þá kannski frekar bara nokkra frídaga í lokin til að ferðast eitthvað.

12. janúar - Spöng í strætó

Sátum í strætó í dag, strætóinn var stopp á rauðu ljósi. Þetta var svona 4 akreina gata og þá kemur allt í einu strákur labbandi á milli strætóanna, hoppar upp og stelur spöng í gegnum opinn gluggann af konu sem sat í strætó. Já svona er lífið í Perú! Við búin að vera með myndavélina út um gluggann í strætó síðustu daga að taka myndir. Förum að gæta okkar betur núna.
Fórum og létum ljósrita bók í dag, já Perú-búar eru meistarar í sjóræningjatöktum! Pétur lét ljósrita bókina mína um tropical medicine og það kostaði 400 krónur. Nú á Pétur bókina mína á 400 kr sem ég keypti á 3000 kr! Ætlum á morgun að fara og láta ljósrita 5 bækur. J
Það er nú bara þannig að íbúar í suðrænum löndum hafa einhverja gífurlega þörf fyrir að vera alltaf að kyssast. Hér þarf ég að kyssa alla, ALLA, fólk sem ég hef þekkt í 5 sekúndur jafnt sem fólk sem ég hef þekkt í 2 ár. Það er eitthvað pínu asnalegt að kyssa á kinnina einhvern sem var verið að kynna fyrir manni.
Jæja, við erum loksins komin með íbúð. Ágætis íbúð á fyrstu hæð í ágætis hverfi. Það búa reyndar nokkrir kakkalakkar með okkur en það er allt í lagi ;) The more the merrier. Það eru ógeðslega skemmtileg hjón sem eiga íbúðina. Þau tala rosa fína ensku sem er mjög óvenjulegt hér í Perú. Konan er ógeðslega fyndin, hún kom með leigusamning fyrir okkur og lista af öllu sem er í íbúðinni, ÖLLU! Svo fór hún í gegnum allt: hér er kommóða með 5 skúffum, hér er borð með dúk á , taldi meira segja öll hnífapör í eldhúsinu, hér eru 6 teskeiðar. Kakkalakkarnir voru samt ekki a listanum. Svo setti hún vatn í bolla til að sýna okkur að örbylgjuofninn virkaði! Frekar fyndið.
Skrýtið hvað okkur gengur vel að vakna hérna, vakna kl 6:30 hressari en nokkru sinni fyrr og stekk fram úr. Pétur líka svona. Höfum þá kenningu að það sé vegna þess að við komum beint úr skammdeginu á Íslandi í miðsumarsbirtuna hér í Lima.

12. janúar - Spítalinn

Erum nú búin að fara á spítalann 3x. Er bara nokkuð skemmtilegt. Mætum kl hálfátta eftir mjög svo skemmtilega strætóferð, strætóarnir bregðast aldrei! Madur tarf náttúrulega ad vera dísent, engin stutt pils eda tannig. Þannig við mætum í gallabuxum, allt í lagi til að byrja með á morgnana og svona... en svo líður tíminn og í hádeginu... þið getið ímyndað ykkur klístraðar gallabuxur.
Spítalinn sjálfur er voða fátækur. Málningin að flagna af veggjunum, allt mjög gamaldags. Sjúklingarnir þurfa sjálfir að kaupa lyfin sín og geyma þau í náttborðinu sínu, allan vökvann í æð og blóðprufuglös etc etc etc. Unglæknarnir eiga alltaf samt einhver lyf og blóðprufuglös sjálfir inni í skáp til þess að nota fyrir fátækasta fólkið. Allt er líka ansi skítugt, maður er óhjákvæmilega kominn með sorgarrendur undir neglurnar í lok dags. Allt starfsfólk kaupir sín eigin vinnufot og tvaer tau sjálft.
Fyrir læknisfræðilega þenkjandi fólk.... við erum búin að sjá Dengue, berkla, HIV x3, diabetikera sem búið er að ampútera, leishmaniasis, pemphigus folioso, paragonimiosis, neurocistocercosis... Það er náttúrulega ekkert tölvukerfi né lyfjablöð/fyrirmælablöð, á hverjum degi þurfa unglæknarnir að skrifa öll fyrirmæli upp á nýtt og þurfa að skrifa lyfseðla fyrir öllu líka á hverjum degi. Sniðugt kerfi ;)

11. janúar - Ólympíuganga

Vitið þið hvað Pétur labbar hratt? Ógeðslega hratt. Ég var búin að gleyma því... Það er samt gott að vera með Pétri í útlöndum, hann ber alltaf vatnið heim úr búðinni.

11. janúar - Buddan mín

Það er komin Mango búð í Lima. Aumingja buddan mín.

11. janúar - Flottræflar

Við erum búin að gista á hóteli síðan við komum, á hótelinu sem pabbi hans Julio á. Ágætis hótel, ekkert heitt vatn í hálfan sólarhring í gær en svona er S-Ameríka! Fórum á stúfana að leita okkur að íbúð. Erum flottraeflar. Viljum vera med utsyni yfir sjoinn i Miraflores, einu finasta hverfinu i Lima. Nóg af íbúðum í boði, vandræði bara að enginn vildi leigja í 1 mánuð nema 1 kona sem við töluðum við í síma. Átti að vera 1000$ á mánuði. Fengum að skoða íbúðina því húsvörðurinn (já það er húsvörður í öllum þessu fínu húsum) hleypti okkur inn að skoða. Íbúð á 14. hæð með útsýni yfir sjóinn. Ógeðslega flott. Svo við mæltum okkur mót við eigandann í dag. Mættum þarna með Julio kl 5 og biðum og biðum.... Eigandinn mætti ekki og svaraði ekki í símann. Var víst hætt við að vilja leigja! Svo við fundum aðra, á 690$. Er líka í Miraflores en ekki við ströndina, þurfum að taka strætó á ströndina en það er allt í lagi! Annars fer maður ekkert á ströndina í Lima, bara fyrir brettagæja. Maður kemur sér bara fyrir í garði sem er nóg af eða fer í einhvern klúbb við sjóinn.

10. janúar - Pétur er sjálfstæður

Pétur þykist vera eitthvað sjálfstæður, vill endilega blogga sjálfur...
...með dyggum stuðningi þó! ;) Setti link á Pétur hér til hægri. Gaman að fá hlutina frá öðru sjónarhorni.

9. janúar - LIMA otra vez

Já við erum komin til Lima. Já og ég datt. Já úti á miðri götu, innan um alla bílana. Féll kylliflöt og fannst eins og tíminn stoppaði, ég á maganum úti á miðri götu í Lima já þar sem allir strætóarnir í öllum regnbogans litum keyra eins og vitleysingar. Fékk deja vu frá því ég varð fyrir hjóli í Milano hér forðum daga. En þetta reddaðist. Pétri finnst hann þurfa að passa mig í umferðinni í Lima, finnst ég svo vitlaus, dettandi og svona ;)
Strætókerfið er annars ótrúlegt. Það er kerfi sem er þó ekki kerfi. Strætóarnir eru af öllum gerðum, stærðum og litum. Flestir eldgamlir! Í hverjum strætó er náttúrulega bílstjóri og svo dyravörður. Dyravörðurinn hangir mestallan tímann út úr strætónum að lokka fólk upp í strætóinn sinn. Mér finnst strætóarnir eiginlega það skemmtilegasta við Lima. Bara að sitja í strætó og fá umferðina beint í æð, eða öllu heldur chaos beint í æð, horfa svo á allt þetta fólk út um gluggann. Svo þegar strætóarnir stoppa þá kemur fólk og gengur á milli strætóa úti á miðri götu og reynir að selja manni gos og ís og nammi inn um gluggann.
Lima er risastór, skiptist í mörg hverfi. Eitt af fínustu hverfunum heitir Miraflores og þar eru líka flestir túristarnir. Eitt af fátækustu hverfunum heitir San Martín de Porres og þar er spítalinn okkar. Við förum því í strætó frá því fínasta að því fátækasta og þvílíkur munur!
Svolítið gaman líka núna að það er enn fullt af jólaskrauti uppi. Svolítið fyndið jólaskraut, svona einhvern veginn of mikið gyllt etc... Svona eins og kirkjurnar hér í Perú, oftroðnar af gulli og silfri.
Í Lima er fullt af öryggisvörðum sem standa bara og fylgjast með úti á götum. Þeir virðast allir hafa voða áhyggjur af okkur. Við stöndum náttúrulega svolítið út úr, allir aðrir lágvaxnir og dökkir, við erum ekki alveg þannig! Öryggisverðirnir heilsa okkur alltaf og fylgjast með okkur þar til við erum komin úr augsýn. Svolítið huggulegt að hafa hafa svona einkabarnapíur samt.
Fórum í súpermarkað áðan, súpermarkaðinn sem við versluðum alltaf í fyrir 2 og hálfu ári þegar við vorum hérna. Þar er hægt að kaupa svona barnaafmæliskökur og eitt sýnishornið var kaka með mynd af Latabæ! Mér þótti þetta stórmerkilegt! Íþróttaálfurinn heitir Sportacus í Perú. Svolítið töff! Síðan kom ég niður á hótel og þá var Latibær í sjónvarpinu. Latibær í útrás, maður gerir sér sennilega ekki grein fyrir hvað þetta fyrirbæri gengur vel. Litli frændi hennar Flor er mikill aðdáandi Latabæjar og Flor finnst ofsalega sniðugt að íþróttaálfurinn búi í sama bæjarfélagi og ég. Já það er merkilegt að búa á Seltjarnarnesi... Seltjarnarnesið er lítið og lágt, búa þar fáir og hugsa smátt...

Tuesday, January 09, 2007

PERÚ 2007 - Yes we´re back

Halló oll. Ja vid erum komin hingad aftur... audvitad eftir sma hrakfarir. Annars vaeri ekkert fútt í tessu. Maettum sem sagt a flugvollinn i gaer og komumst ad tvi ad vid áttum ekki bókad far til New York! Smá panik í gang en allt reddadist og vid fengum saeti... meira ad segja saman. Kunningi Péturs var flugtjonn i fluginu og daeldi i okkur kampavíni tannig ad okkur leid ansi vel. Eyddum svo 3 tímum á JFK og tá tók vid 8 tíma flug til Lima í ógedslega flottri flugvél! Sváfum vel tar í 8 tíma.
Tegar vid loksins komumst ut af flugvellinum i Lima var vinur okkar Julio kominn til ad taka a móti okkur, hann keyrdi okkur a hotel sem pabbi hans a. Svo komu Flor og Ernesto vinir okkar og sottu okkur i hadegismat. Vid munum vera a hotelinu sennilega naestu 2 naetur en sidan fa ibud, vonandi ansi nalaegt strondinni! ;) Byrjum svo á spítalanum á morgun.
Annars er svo fyndid ad vera kominn hingad aftur, tad eru umferdarreglur en tad fer ENGINN EFTIR TEIM! Tu keyrir bara tar sem ter synist, ter kemur ekkert vid hvort tu ert a midri akrein eda a milli akreina. Svo ef tu tarft ad beygja ta bara beygirdu, tarft ekkert ad spa i hvort tu verdir fyrir einhverjum, hann bara flautar ta! Ótrúlegt!
Hér er 25 stiga hiti, skyjad og 84% raki. Já tid heyrdud rétt, 84%.
já já... annars erum vid bara núna ad chilla a hótelinu okkar.
Verdum vonandi med internet tengingu i ibudinni sem vid faum... og ta verdur bloggad. Aetla ad reyna ad vera dugleg ad setja inn myndir a myndasíduna mína, tad er linkur a hana hér til haegri.
En jaeja, tangad til naest
kv. Berglind og Pétur Perúlingar