Saturday, January 13, 2007

12. janúar - Spítalinn

Erum nú búin að fara á spítalann 3x. Er bara nokkuð skemmtilegt. Mætum kl hálfátta eftir mjög svo skemmtilega strætóferð, strætóarnir bregðast aldrei! Madur tarf náttúrulega ad vera dísent, engin stutt pils eda tannig. Þannig við mætum í gallabuxum, allt í lagi til að byrja með á morgnana og svona... en svo líður tíminn og í hádeginu... þið getið ímyndað ykkur klístraðar gallabuxur.
Spítalinn sjálfur er voða fátækur. Málningin að flagna af veggjunum, allt mjög gamaldags. Sjúklingarnir þurfa sjálfir að kaupa lyfin sín og geyma þau í náttborðinu sínu, allan vökvann í æð og blóðprufuglös etc etc etc. Unglæknarnir eiga alltaf samt einhver lyf og blóðprufuglös sjálfir inni í skáp til þess að nota fyrir fátækasta fólkið. Allt er líka ansi skítugt, maður er óhjákvæmilega kominn með sorgarrendur undir neglurnar í lok dags. Allt starfsfólk kaupir sín eigin vinnufot og tvaer tau sjálft.
Fyrir læknisfræðilega þenkjandi fólk.... við erum búin að sjá Dengue, berkla, HIV x3, diabetikera sem búið er að ampútera, leishmaniasis, pemphigus folioso, paragonimiosis, neurocistocercosis... Það er náttúrulega ekkert tölvukerfi né lyfjablöð/fyrirmælablöð, á hverjum degi þurfa unglæknarnir að skrifa öll fyrirmæli upp á nýtt og þurfa að skrifa lyfseðla fyrir öllu líka á hverjum degi. Sniðugt kerfi ;)

1 comment:

Erik said...

Hljómar spennandi. Ekki allir sem hafa séð leishmanasis á Íslandi eða allt hitt draslið sem ég veit ekkert hvað er. Þið verðið mest eftirsótt á skerinu þegar farsóttirnar koma.