Saturday, January 13, 2007

Ísland

Við erum ógeðslega heppin að hafa fæðst á Íslandi, gerið þið ykkur grein fyrir því? Það er til svo rosalega fátækt fólk. Rosalega fátækt. Svo vorum við að tala við kandídatana á spítalanum, kandídatsárið þeirra er 1 ár eins og heima nema að þau þurfa að mæta á hverjum einasta degi, já líka á lau og sun í HEILT ÁR! Auk þess þurfa þau að taka 2 vaktir á viku þar sem þau eru á spítalanum alla nóttina. Og þau fá 450 sólir á mánuði sem gerir 9000 kr á mánuði! Reyndar er kandídatsárið hér í Perú skilgreint sem hluti af náminu en come on, mæta 7 daga vikunnar í heilt ár og fá 9000 kall á mánuði! Þau misstu andlitið þegar við sögðum þeim frá kjörum kandídata heima á Íslandi. Við eiginlega skömmuðumst okkar að segja frá þeim. Deildarlæknarnir fá nú aðeins meira en kandídatarnir, fá um 60.000 kall á mánuði en það er samt ekki neitt. Reyndar er náttúrulega rosalega ódýrt að búa í Perú. Síðan er svolítið merkilegt, þegar þú klárar kandídatsárið hér í Perú þá þarftu að gera eina rannsókn og svo færðu lækningaleyfið. En þegar þú ert búinn að fá leyfið þá ferðu bara ekkert að vinna sem deildarlæknir, nei nei, þú ferð bara beint í að undirbúa þig fyrir sérnám og inntökupróf í þau. Þekkjum 2 lækna sem voru að klára kandídatsárið sitt, nú eru þau bara að fara í frí í nokkra mánuði, svo fara þau að læra undir bandarísku prófin sem þau taka eftir ár og stefna svo bara á sérnám. Það er ekki nema von að talað sé um að læknar sem koma frá Íslandi í sérnám séu vel undirbúnir miðað við aðra, alla vega ef maður miðar við Perú. Ég held samt að læknanámið hérna sé mjög gott.
Við erum búin að ákveða að mæta á spítalann á laugardögum þegar við erum hér í Lima, það eru hvort eð er allir læknar á spítalanum alla daga! Þá nýtum við tímann betur, getum betur fylgst með öllu sem er í gangi með sjúklingana og eigum þá kannski frekar bara nokkra frídaga í lokin til að ferðast eitthvað.

1 comment:

Fermingargjöf Gunnars Ágústssonar said...

Ísland ER best í heimi!