Tuesday, February 27, 2007

Rútur

Tad er svolitid skemmtilegt vid ad ferdast med rutu milli landshluta her i Perú, tad eru tekin af manni fingraför adur en madur fer af stad, fingraforin eru svo merkt saetisnumerinu manns. Eg vissi ekki alveg fyrst hvort mer taetti tetta oryggismerki eda ekki... akvad svo ad tetta vaeri gott merki. I rutunum eru lika svona "rutufreyjur" sem tjona manni. I naeturrutunni sidustu nott fengum vid lettar veitingar og kok. Svo syndi rutufreyjan "Flags of our fathers" og födurlandsástin ljómadi sem aldrei fyrr i saetum 37 og 38. Eftir ad myndinni lauk lét frökenin svo alla draga fyrir gluggana og slökkti öll ljós, gaf tad greinilega i skyn ad nu aettu allir ad loka augunum og leyfa Óla lokbrá ad leika sér. Vid bjuggumst nu eiginlega vid ad hun byrjadi ad syngja vögguljód svo ákvedin var hún í ad allir faeru ad sofa. Tad var ekki einu sinni haegt ad kveikja ljós fyrir ofan saetid sitt! En tetta var ágaett og vid fórum ad sofa.
Reyndar frekar fyndid med tessar videomyndir, a sunnudaginn a leidinni til Trujillo voru t.d. syndar 2 virkilega ogedslegar myndir med Van Damme, eg turfti ad loka augunum margoft og vard eiginlega oglatt af hryllingi. Á tetta horfdu svo fartegar allt nidur i 1-2 ára. Snidugt.

Bradsnidugt er hins vegar ad i rutunum er farangurinn tinn merktur og tu faerd mida med toskunumeri eins og i flugi. Svo tegar a afangastad er komid tarftu ad syna midann til ad fa farangurinn tinn. A flugvollunum er tad lika tannig, tegar tu ert buinn ad na i farangurinn faerdu ekki ad fara ut af flugvellinum fyrr en tu ert buinn ad syna verdi ad toskumidarnir sem tu fekkst stemmi vid midana a toskunum sem tu ert med. Ég legg til ad tetta verdi tekid upp a fleiri stodum.

Cajamarca - Trujillo - Huaráz

Verd eiginlega ad byrja a tvi ad nefna ad marblettirnir eru ad hverfa a methrada, Petri til mikillar gledi og sálarróar...

En jaeja, ta hofum vid officially lokid verknami og erum komin a faraldsfot. Vid byrjudum a tvi ad fara til Lima fra Iquitos og forum heim til Julio til ad pakka fyrir ferdalagid. Tar kynntumst vid foreldrum hans sem voru yndisleg og vildu allt fyrir okkur gera. Mamma hans Julio er fra Cajamarca og vildi endilega koma okkur i samband vid fraenda sinn tar + bad okkur um ad fara med sukkuladi fra ser til fjolskyldunnar sinnar sem vid natturulega gerdum. Cajamarca er saet borg i 2700 metra haed i nordurhluta Peru. Nuna er regntimabil i fjollunum to vid hofum ekki lent i rigningu en okkur leid eins og a koldum sumardegi eda haustdegi a Islandi, mer vard kalt a hondunum i fyrsta sinn sidan a Islandi fyrir 7 vikum sidan. Eg byrjadi lika fyrsta daginn a ad fa sma snert af hafjallaveiki, hun reyndar leid hja a nokkrum klukkutimum en mikid hrikalega var tad ekki taegilegt, nistandi hofudverkur, lystarleysi og ogledi.
I Cajamarca-borginni sjalfri bua um 150.000 manns en i heradinu um 300.000. Cajamarca tydir i raun mork i kassa (caja = kassi og marca = mork) enda er borgin umkringd fjallahring. Tad koma ekki margir turistar til Cajamarca svo vid vorum ansi aberandi, um 3 ara stelpa togadi t.d. i pilsfaldinn a mommu sinni, benti a okkur og hropadi: "Mamma, mamma, serdu harid a teim?". Vid byrjudum fyrsta daginn a ad ganga upp ad utsynisstad tar sem vid saum yfir alla borgina. A utsynisstadnum er fullt af krokkum sem bjodast til ad leidbeina manni, vid fengum 3 straka til ad leidbeina okkur og teir voru ansi godir! 8, 10 og 11 ara, vid tekkudum a nokkud morgum hlutum sem teir sogdu og tad var allt rett.
I Cajamarca var sidasti Inka-hofdinginn tekinn af lifi af Spanverjum (undir stjorn spaenska hershofdingjans Pizarro) arid 1533 svo tetta er sogulegur stadur. Vid forum og skodudum herbergid tar sem inkahofdinginn a ad hafa lofad spanverjum fullu herbergi af gulli og silfri i stadinn fyrir frelsid. Sa samningur endadi to tannig ad lymskufullir Spanverjarnir toku Inkana a smáa letrinu og toku inkahofdingjann af lifi. Petur er med adeins nakvaemari sögulysingar a blogginu sinu fyrir ahugasama.
Vid forum lika i Inkabödin en um 8 km fra Cajamarca kemur 71ºC heitt vatn upp ur jordinni sem inkarnir nyttu til bada. I dag er buid ad bua til heljarinnar batteri i kringum bödin, tu kaupir ter mida, bidur ansi lengi og tegar kemur ad ter faerdu ad fara inn i litid herbergi med litlum heitum potti bara fyrir tig og tina og liggja tar i 25 minutur. Vid Petur profudum natturulega ad leggjast i inkabad, a vist ad vera voda heilsusamlegt en ekki neitt afskaplega merkilegt fyrir okkur islendinga sem erum vanir almenningssundlaugum og heitum pottum svo eg minnist nu ekki a blaa lonid. I Cajamarca forum vid lika og skodudum Ventanillas de Otuzco sem eru eins konar "gluggar" i klettunum sem folk fyrir tima Inkanna bjo til og notadi sem grafir, vid heimsottum lika baendur og ostaverksmidju sem var reyndar ansi ahugaverd. Forum lika i rutuferd upp i fjollin og skodudum Cumbe Mayo sem er svaedi med serkennilegum klettamyndunum. Tad var mjog skemmtilegt.
Prófudum svo natturulega typiskan fjallamat, bordudum eiturgraena súpu og hálfan naggrís. Já tad var hálfur naggrís á disknum mínum, tennur og allt. Skorinn endilangur. Var alveg godur en mer fannst halfogedslegt ad skera i hann.
Eftir 2 daga i Cajamarca tokum vid svo rutu til Trujillo sem er borg vid nordurstrond Peru. Trujillo er tridja staersta borgin i Peru med 650.000 ibua og var stofnud arid 1535 af hershofdingjanum Pizarro sem eg nefndi her adan. Trujillo er tvi svolitid evropskari en adrar borgir i Peru, nokkud sem Trujillo buar eru stoltir af. Tarna er fullt af colonial byggingum etc. I kringum Trujillo er mikid af menningarlegum rustum og stodum sem gaman er ad skoda auk tess sem Trujillo er fraeg fyrir hestana sina (pasofinos) og dansinn marinera. Vid forum og skodudum Huacas del sol y de la luna (helgir stadir sólar og tungls) to teir tengist sól og tungl ekki neitt. Tetta eru um 1500 ára gamlir piramidar sem eru reyndar rosa flottir. Annar teirra var stjornmalalegs edlis en hinn truarlegs edlis. Haegt er ad fara inn i tennan sem er truarlegs edlis med guide og skoda veggskreytingar etc. Vid forum svo a hesta- og danssyningu sem var reyndar frekar fyndin. Syningin atti ad vera 2 timar en kynnirinn var sifellt ad kynna eitthvad rosalegt sem var svo ekki neitt! Tetta reyndist tvi vera sama 5 minutna rutinan 4x og svo eiginlega ekki neitt inni a milli. Var samt gaman. Tetta voru 2 hestar (pasofinos) og natturulega 2 knapar og svo 1 stelpa sem dansadi marinera. Tad sem er merkilegt er ad tessir hestar tölta eins og islenski hesturinn. Petur, hinn reyndar mjog svo frodi hestamadur, sagdi mer ad tad vaeri meira ad segja buid ad reyna ad blanda tessum hestum saman vid hinn islenska i Tyskalandi til ad fa bestu eiginleikana fra hvorri tegund fyrir sig. Vid fengum svo ad fara sma runt a hestunum, reyndar var teymt undir manni, en Petur fekk ad fara sma runt einn. Eftir tetta forum vid svo og skodudum Chan Chan sem er RISAleirborg nordur af Trujillo. Borgin var byggd af Chimú folkinu sem ríkti á árunum 1000-1470. Tessi borg er reyndar mjog nidurnidd, leirveggir uti um allt en RISAstor. Er held eg 14 ferkilometrar. Borgin skiptist i 9 hluta og haegt er ad skoda 1 teirra sem vid gerdum. Endudum svo daginn ad fara til Huanchaco, litils strandbaejar nordur af Trujillo, tar sem haegt er ad sja caballitos og notkun teirra. Caballito tydir litill hestur en caballitos eru litlir "batar" gerdir ur sefi sem menn i Huanchaco nota enn tann dag i dag til ad veida. Batarnir kallast litlir hestar tvi sjomennirnir setjast ofan a batana og roa svo med einhverri spytu. Svolitid merkilegt ad sja.
Jaeja, nottinni eyddum vid svo i rutu, 9 tima rutuferd og komum nu undir morgun til Huaráz. Huaráz er borg i Andesfjollunum i 3091 m haed. Her er regntimabil nuna eins og i ollum fjollunum i Peru en vid erum rosalega heppin tvi i dag er heidskirt og a ad vera naestu daga. Vid erum komin i paradís, tetta er ROSALEGA fallegt. Her eru 2 fjallgardar, annar heitir Cordillera blanca (hvíti fjallgardurinn) og hinn Cordillera negra (svarti fjallgardurinn). Sa hviti heitir tad tvi hann er hulinn snjo og mikid rosalega er tad fallegt. Sjá Cordillera blanca HÉR. I Cordillera blanca eru fleiri en 50 tindar sem eru yfir 6000 metrar. Tetta svaedi er eitt vinsaelasta gongu- og klifursvaedi i heimi. Tid skiljid kannski nu af hverju vid erum i paradis, getum meira ad segja potttett notad 66ºN fotin okkar ykt mikid Erik. I dag aetlum vid hins vegar bara ad taka tvi rolega og venjast haedinni, a morgun forum vid i rutuferd upp i fjollin, forum held eg nalaegt Huascarán sem er haesti tindurinn i Perú, eitthvad um 6500 m. A fimmtudaginn aetlum vid svo ad ganga frá Huaráz ad Churup (sjá HÉR) sem er vatn i 5500 m haed. Ja ta verdum vid fjallageitur (med guide natturulega!).
Planid er svo Lima med rutu a fostudaginn, Cuzco (borg í 3400 m haed) med flugi a laugardaginn og a manudaginn byrjum vid Inca Trail (ahugasamir geta skodad upplysingar um Inca Trail HÉR) tar sem vid gongum i 3 daga med guide og burdarmonnum (hjukket) og endum i Machu Picchu (allir tekkja Machu Picchu a mynd, sjá HÉR). Vid hofum reyndar komid adur til Cuzco og Machu Picchu en nu verdur hapunkturinn Inca Trailid. :)

Wednesday, February 21, 2007

Marblettir

Marblettirnir bara líta verr og verr út, eru líka á þannig stað að maður gæti aldrei fengið þá með því að detta. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig fólk horfir á aumingja Pétur...

...eða dæmi hver fyrir sig:
(þetta sést reyndar ekki nógu vel á myndinni + svo var ég að pæla hvort það væri siðferðislega rangt að setja svona ófögnuð á netið en svo fannst mér það fyndið)

Þetta er samt ágætt fyrir mig, ef Pétur er eitthvað leiðinlegur þá bara hóta ég að sýna öllum handleggina.


Risamarblettir, skrámur, flugnabit og sólbruni. Já maður lítur vel út.

Tuesday, February 20, 2007

Alveg nýr lítill frændi

Ég bara verð að skrifa eina færslu um þetta. Ég eignaðist alveg nýjan lítinn frænda í nótt, hann var svolítið að flýta sér í heiminn, átti ekki að fæðast fyrr en í byrjun apríl en allt gengur vel og hann er voða stór og sterkur. Til hamingju Ragga og Júlli! :)

Myndir

Ég er ekki búin að gefast upp á myndasíðunni þó svo virðist vera! Það koma myndir þangað inn smátt og smátt... rest kemur svo bara eftir heimkomu!

Amazon

Við erum búin að sigla á Amazon, synda í Amazon, mynda Amazon, veiða í Amazon, ganga við Amazon, spila fótbolta við Amazon og missa boltann út í Amazon. Þetta eru búnir að vera geðveikir síðustu dagar. Þetta verður brjálað löng færsla... en það er bara frá svo mörgu að segja. Bear with me...! ;)
Fórum sem sagt á laugardagsmorguninn inn í frumskóginn með fyrirtæki sem heitir Explorama. Explorama á 4 “lodges” inni í frumskóginum, sá flottasti heitir Ceiba Tops og er eiginlega bara lúxushótel inni í skóginum um 50 km frá Iquitos. Sá elsti heitir Explorama Lodge og er 80 km frá Iquitos. Þar býr læknirinn sem ég sagði ykkur frá og við fórum því þangað til að heimsækja hana. Síðast þegar við komum hingað til Iquitos fórum við líka með Explorama inn í frumskóginn en þá var ekkert laust nema í Ceiba Tops þannig að við gistum þar. Okkur fannst miklu skemmtilegra að gista í Explorama Lodge þar sem við vorum núna. Það er meira svona frumskógarlíkt. Byrjað er á að sigla 80 km niður Amazon fljótið frá Iquitos og síðan beygt inn litla hliðará þar til komið er að “lodge”-inu lengst inni í frumskóginum. Húsin eru öll tengd saman með gangstígum sem eru lýstir upp á kvöldin með kerosene lömpum. Gist er í litlum herbergjum þar sem eru rúm undir moskítónetum (sjá mynd), 4 hillur, 1 lítið borð með skál, vatnskönnu og sápustykki og 1 spegill. Þetta var ekkert smá kósí. Það er í raun ekkert þak yfir herbergjunum, jú reyndar er þak en það er fyrir ofan skilrúmin sem skilja herbergin að þannig að maður heyrir rosalega vel frumskógarhljóðin + það eru engin gler í gluggunum heldur bara þunnar gardínur. Klósettin (þ.e. kamrarnir) og sturturnar voru inni í svona bambusherbergjum sem einnig voru undir “beru lofti”, þ.e. svona skýli yfir þeim eins og herbergjunum. Mér fannst ekkert smá kósý að fara í sturtu þó þær væru kaldar, maður varð bara eins og hluti af náttúrunni. Vaskurinn fyrir kamrana er vatnstankur og skál utan við klósettin. Starfsmennirnir eru með nokkur gæludýr sem ganga bara laus, 2 grænir talandi páfagaukar, einn stór rauður páfagaukur, einn stór blár páfagaukur sem var algjör frekja og fór með mér í sturtu einu sinni, 1 tapír og 1 risarotta. Svo er þarna fullt af hengirúmum sem er ekkert smá kósý að leggja sig í á milli ferða. Maturinn hjá Explorama er líka ekkert smá góður. Maður étur yfir sig í morgunmat, í hádegismat og í kvöldmat. Allt svona matur tengdur frumskóginum og ferskir ávextir á hverjum degi. MMMMMMMMMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Alla vega, við fórum þarna til að heimsækja lækninn. Hún er ekkert SMÁ SPES! Við einhvern veginn héldum að það yrði meira úr veru okkar hjá henni en raun varð. Hún sýndi okkur klíníkina sína og voða gaman, við spjölluðum við hana þarna á hverjum degi og hún sagði okkur frægðarsögur af sér. Við gátum hins vegar ekki séð neina sjúklinga, sennilega þar sem koma svo fáir á dag.
En alla vega, allir sem koma til Explorama fá sinn eigin guide. Okkar heitir Cesar og er 25 ára, hann var frábær. Flestir guide-arnir eru úr frumskóginum, hafa farið til Iquitos og menntað sig og starfa svo hjá Explorama. Svo var einnig með Cesar, hann talaði m.a.s. mjög góða ensku. Við sem sagt komum þarna beint í hádegismatinn á laugardaginn og mmmmmmmmm......... Fórum síðan í ferð með guide-inum okkar og pari frá Ástralíu sem var með sama guide. Sigldum að þorpi við fljótið Napo og heimsóttum íbúana. Fengum fyrst að skoða 1 hús, ótrúlegt hvernig fólk býr. Náttúrulega án vatns og rafmagns, húsin eru öll bara 2 herbergi, 1 svefnherbergi og hitt herbergið sem er eins konar stofa/anddyri/eldhús/..... Það var einhver fótboltakeppni í gangi þarna í þorpinu þannig að við mynduðum fótboltalið með nokkrum krökkum og kepptum við aðra krakka í þorpinu (á myndinni má sjá fótboltaliðin, í efri röð frá vinstri: ég, Pétur, Cesar guide-inn okkar, Alberto frá Ástralíu og Jenny frá Englandi). Rosa stuð! Vorum að kafna! Hitinn hérna síðustu daga er nefnilega búinn að vera þannig að innfæddir eru að drepast og hvað þá með okkur víkingana. Jæja, sigldum svo til baka og fórum svo bara ég og Pétur á kanó inn litla á. Það var æði, að róa á lygnri á umkringd trjám og frumskógarhljóðum. Fórum svo til baka og borðuðum rosa góðan kvöldmat. Eftir kvöldmatinn tók einn gesturinn eftir slöngu uppi í þakinu ofan við gangstíginn hjá matsalnum. Slangan var með stóra mús/litla rottu og var að reyna að drepa hana. Þetta var ótrúlegt, maður heyrði hálsliðina brotna í aumingja músinni. Hún hélt samt alltaf áfram að hreyfa sig. Ég og Pétur vorum handviss um að þetta væri eitruð slanga, allt passaði við lýsinguna sem við höfðum fengið á spítalanum í Lima þegar okkur var kennt um slöngur. Guide-inn var reyndar ekki sammála því að hún hefði verið eitruð... við þykjumst vita betur! Stuttu síðar missti svo slangan músina, það var svo mikið myrkur að við sáum aumingjans músina ekki í grasinu en ég vona að hún hafi verið dáin. Við fórum svo bara snemma í háttinn, yndislegt að sofna undir næstum beru lofti, umkringd moskítóneti. Það var í alvörunni frábært og m.a.s. fannst Pétri það líka.
Jæja, daginn eftir byrjuðum við náttúrulega daginn á hrikalega góðum morgunverði og fórum svo af stað að heimsækja Yagua indíánana rétt hjá lodeg-inu. Þar fengum við að sjá ýmiss konar dansa og svo skjóta úr svona blow gun. Pétur hitti glæsilega í fyrsta skoti. Ég hitti í öðru skoti. Svo fórum við að skoða “the sugar cane factory”, þ.e. lítil verksmiðja við Amazon fljótið (reyndar eru það ættingjar guide-sins okkar sem reka verksmiðjuna) sem býr til romm og síróp úr sykurreyr. Fengum að búa til smá sykurreyssafa, Pétur lék hestinn sem snýr vélinni, og drukkum svo safann. Rosa góður! Heimsóttum svo manninn sem á verksmiðjuna og fengum að smakka rommið, það eru 4 tegundir af rommi sem hann býr til úr sykurreyrnum, eitt hreint og svo 3 sem hann blandar við síróp og annað góðgæti. Okkur fannst ein rommtegundin áberandi best og keyptum saman eina litla flösku af því. Þarna á barnum voru hundar og einn köttur, ... helv... kötturinn, stökk upp á mig þar sem ég sat í stuttbuxum og læsti klónum í lærið á mér... ÁÁÁÁI, fékk alveg djúp lítil göt! Klessti náttúrulega um leið eins miklu spritti á þetta og ég gat! Eftir þetta fórum við svo og fengum að skoða heilsugæsluna þarna almennilega. Merkilegt að sjá þetta, hún er alveg með litla rannsóknarstofu og allt.
Jæja, eftir hádegið fórum við Pétur svo að veiða piranha fiska. Við tvö veiddum reyndar engan piranha en Pétur veiddi 4 catfish (sjá mynd) og að minnsta kosti eina sardínu, ég veiddi eina sardínu og einn hættulegan catfish! Guide-inn okkar hrópaði alveg upp yfir sig þegar hann sá fiskinn sem ég hafði veitt: “Ekki snerta hann, ekki snerta hann”. Héldum síðan för okkar áfram og guide-inn spurði hvort við vildum synda í Amazon, hann lofaði að það væru engir piranha fiskar á staðnum þar sem við vorum þá. Við hugsuðum okkur um ... en jú við bara urðum að synda smá. Pétur bara reif sig úr og stökk út í, ég sat eftir í bátnum og hugsaði um hvernig í ósköpunum við ættum nú að komast aftur upp í bátinn en svo hoppaði ég bara líka út í. Eftir smástund fór Pétur svo að bátnum og hífði sig upp í. Ég elti og ætlaði að fara að hífa mig upp... allt stopp. Reyndi aftur... allt stopp. Ég bara komst ómögulega upp í bátinn. Ég yrði bara að synda í land og búa við Amazon flótið:
Berglind M. Jóhannsdóttir
Pálmatrjáahúsi 5421
Amazon fljótinu
Perú
Pétur rétti mér nú aðra höndina en allt kom fyrir ekki. Þetta var drulluerfitt. Endaði með því að Pétur tók utan um báða upphandleggina á mér og reif mig upp í bátinn, ég vissi af mér næst á bátsgólfinu, öll rispuð eftir viðinn í gólfinu! Ég hló og hló, við hlógum öll og hlógum, ég, Pétur, Cesar og stýrimaðurinn. Ummerkin eftir þetta leyna sér þó ekki, er með risamarbletti á báðum upphandleggjum, aumingja Pétur fær alveg í magann við að sjá þá og fólk horfir á hann illu auga! Nei nei, en í alvöru talað þá er ég með RISAmarbletti á báðum upphandleggjum og öll rispuð á bakinu eftir lendinguna! Það verður nú samt eiginlega að koma fram að ég fæ mjög auðveldlega marbletti!!!
Jæja, höldum áfram með ferðasöguna... Við héldum svo áfram ferð okkar, komum heim í lodge-ið og í kvöldmatinn fengum við Pétur piranha fiskana sem við höfðum næstum því veitt (sjá mynd). Mmmm... þeir voru bara góðir. Síðast þegar við vorum hérna veiddi ég reyndar piranha fisk (var mariufiskurinn minn, fyrsti fiskurinn sem ég hef veitt) en þá fengum við ekki að borða hann. Eftir kvöldmatinn kom svo að fyrri hápunkti ferðarinnar, við fórum í myrkrinu á kanó með Cesari og stýrimanninum inn sömu litlu ána og ég og pétur höfðum farið daginn áður. Vorum með vasaljós og sáum fullt af dýrum, fishing spider, laughing frog, red eyed frog, yellow belly whipsnake, grey tail wood rail, owl butterfly, leðurblöku etc etc. Náðum góðum myndum af öllum með fínu myndavélinni hans Péturs. Þetta var frábær sigling. Enduðum svo kvöldið við kertaljós, gítarspil og söng inni á barnum.
Morguninn eftir fórum við í höfrunga- og letidýraleit. Sigldum heilmikið, Cesar fann svo eitt letidýr (enska: sloth, spænska: perisoso) lengst í burtu efst í trjágrein. Gátum séð hann vel í kíki. Sigldum svo áfram og viti menn... við lentum í höfrungaævintýri. Vorum víst rosalega heppin. Vorum sem sagt að sigla á ármótum (þar sem bleiku höfrungarnir halda sig helst) og þá sá Cesar einn höfrung svo við stoppuðuðum og biðum og fengum heljarinnar sýningu. Þarna var þá heil höfrungafjölskylda (sem er sjaldgæft þar sem þessir höfrungar eru oftast einir á ferð). Auk þess er ekki þurrkatímabil núna en þá er helst að maður sjái höfrunga. Við sáum þá alla vega vel, pabbinn var alveg bleikur! Kýrnar eru grárri og kálfarnir alveg gráir. Sáum alla frekar vel. Sátum þarna í a.m.k. 20 mínútur og fylgdumst með þeim, þetta var æði. Pétur náði ágætis myndum með fínu myndavélinni og ég reyndi að taka video á mína, náði nokkrum ágætis skotum en videoin eru náttúrulega ekki í miklum gæðum. Kíkið á myndirnar hans Péturs, held hann hafi sett inn mynd af a.m.k. einum höfrungi. Héldum svo áfram eftir Maniti ánni (áin þar sem við sáum höfrunguna) og sáum fullt af ribereños (fólkinu sem býr við ánna) gera sig til fyrir carnaval. Í frumskóginum er aðalskemmtunin við carnavalið þannig að fólkið raðar litríkum fötum á pálmatrjá í nokkra daga og svo einn daginn skiptist fólk á að reyna að höggva pálmatrén niður þar til þau detta, sá sem slær lokahöggið fær eitthvað sem ég reyndar náði ekki alveg hvað var. Þetta er svona eins og á öskudaginn heima, þegar krakkarnir skiptast á að slá tunnurnar. Fórum svo til baka, rétt eftir að við komum til baka kom Cesar hlaupandi og vildi sýna okkur eitthvað. Hann hafði þá fundið letidýr (sloth, perisoso) í tré alveg við lodge-inn. Við stóðum bara svona 4 metrum neðan við það og horfðum á það. Heilsuðum svo upp á risarottuna (sjá mynd, henni fannst voða gott að láta klóra sér bak við eyrun), borðuðum síðustu máltíðina þarna og sigldum til baka í rosa hraðskreiðum bát, Pétur datt á mig þegar stýrimaðurinn gaf í. Jæja, við erum alla vega komin aftur til Iquitos, hlutverkin hafa snúist við, Pétur er orðinn að litlum negrastráki og ég orðin að litlum karfa með risamarbletti, 4 bit (já ég var loks bitin), rispur á bakinu og kattaklór á lærinu. Pétri finnst hrikalega fyndið hvað ég er illa farin. En þrátt fyrir þetta allt saman dýrka ég frumskóginn. Mér finnst þetta bara æði. Á pottþétt eftir að koma aftur hingað.




Friday, February 16, 2007

Suri

Suri eru fiðrildalirfur, á ensku held ég að þær kallist "palm tree butterflies". Fólk í frumskóginum borðar Suri. Steikir Suri... mmmmmm... Hægt er að kaupa suri á markaðnum sem við fórum á, hægt að kaupa sér svo sem nokkrar feitar Suri og njóta. Í sumum þorpum hérna í frumskóginum rífur fólk hausinn af lifandi lirfum og étur þær, hver getur ekki hugsað þér það? Síðustu 2 morgna hefur verið boðið upp á Suri í morgunmat á hótelinu okkar. Mæli með að þið kíkið á færsluna og videoið sem Pétur tók af litlu vinum okkar, suri lirfunum, HÉR.
Við Pétur fengum okkur hins vegar allt annað og girnilegt að borða í kvöld. Fórum aftur á fljótandi veitingastaðinn. Mér fannst svo mikil stemning að fara á bátnum í myrkrinu. Sátum svo þarna og gæddum okkur einum ljúffengasta fiski sem við höfum smakkað auk bananarétta en bananar eru mikið notaðir sem meðlæti hérna. Hér má sjá mynd af okkur með Iquitos í baksýn og Amazon fljótið á milli. Þegar við sátum þarna gerði ég mér allt í einu grein fyrir að við vorum á fljótandi veitingastað á miðju Amazon fljótinu að borða rosalega góðan mat. Hversu geðveikt er það?

Við erum líka búin að eignast einka"bílstjóra". Hann heitir Alfred, keyrir motocarro og bíður alltaf fyrir utan hótelið eftir okkur. Hér má sjá Alfred og Pétur í motocarrinum hans Alfred.















Varð bara að setja mynd af sundlaugargarðinum við hótelið... :)

Gleði gleði

Nú erum við búin að vera hér í Iquitos í 6 daga. Hér er búið að vera ofsa heitt, Iquitos-búum finnst vera alltof heitt og þá finnst okkur sko vera alltof alltof heitt. Hitinn er búinn að vera um 36-37°C og rakinn um 45%. Ég þoli þetta samt ótrúlega vel, ég hélt ég myndi kafna en mér líður bara ágætlega. Spítalinn búinn að vera frábær, hann lítur mun betur út en spítalinn í Lima. Læknarnir 2 sem kenndu okkur eru líka vægast sagt frábærir. Í rauninni eru engin tengsl á milli þessa spítala og spítalans í Lima en annar læknanna er vinur læknisins sem sá um veru okkur í Lima. Þannig komumst við hingað. Þessi læknir heitir Dr. Hinojosa og er í sumarfríi en mætir samt á spítalann til að kenna okkur! Í gær var síðasti dagurinn hennar Mercedes þannig að við buðum læknunum okkar tveimur í hádegismat (Dr. Hinojosa og Dr. Lazo) og þeir völdu staðinn. Við fórum á fljótandi veitingastað úti á miðju Amazon fljóti sem heitir El frío y el fuego (kuldinn og eldurinn), tókum bát þangað sem okkur leist nú alls ekki á í byrjun, hann valt heldur mikið! Þetta varð síðan afbragðs hádegismatur á afbragðs veitingastað í góðra vina hópi. Vægast sagt frábært. Síðan langaði okkur Mercedes að fara á markaðinn aftur og drógum Pétur með okkur. Æ, ég lýsi þessu bara aftur: Málið er nefnilega að hér í Iquitos er hverfi sem heitir Belén og yst í hverfinu (næst miðbænum) er markaður sem allir túristar fara að skoða. Þetta er svona ekta markaður, þú getur fengið nær hvað sem hugurinn girnist... það er að segja ef þú hefur lyst á því! Þarna er hægt að kaupa orma, dauða kjúklinga, dauðar skjaldbökur, alls konar náttúrulækningadót etc etc etc. Markaðurinn er safe að fara á (ef maður er ekki að sýna nein verðmæti) en hverfið sjálft er hættulegt. Þangað á maður ekki að fara nema fyrir klukkan 3 á daginn og þú átt að ekki að fara með nein verðmæti þangað, ekki myndavélar, hálsmen, eyrnalokka, úr etc. Það á hins vegar að vera mjög gaman að sjá þetta hverfi, lýsingin á því í Lonely Planet er sem hér segir:
“Belén itself is a floating shantytown with a certain charm to it (the locals call it the Venice of the Amazon, but others would call it a slum). It consists of scores of huts built on rafts, which rise and fall with the river. During the low-water months, these rafts sit on the river mud and are dirty and unhealthy but, for most of the year, they float on the river – a colorful and exotic sight. Several thousand people live here, and canoes float from hut to hut selling and trading jungle produce.” – Lonely Planet, Peru.
Eins og sagði í einhverri færslu hér áður fórum við sem sagt á þennan markað fyrir 2 dögum, mér og Mercedes fannst það æði en Pétur var ekki eins hrifinn. Okkur Mercedes langaði svo að fara þarna aftur með einnota myndavél og jafnvel kannski rölta niður í hverfið sjálft og Pétur sem gat ekki hugsað sér að senda stelpukjánana einar inn í eitt hættulegasta hverfið í Iquitos dröslaðist með. Við byrjuðum á að labba aðeins um markaðinn og fórum svo og stóðum við stigann sem liggur niður í hverfið sjálft. Klukkan var að hálffjögur og það fóru að renna tvær grímur á mig og Mercedes... áttum við að þora? Pétur var hins vegar orðinn galvaskur og vildi fara svo við spurðum lögregluþjón þarna rétt hjá hvort þetta væri safe og hann sagði að það væri allt í lagi enn ef að við værum ekki með nein verðmæti. Við vorum ekki með neitt nema einnota myndavél og nokkrar sólir svo við röltum þarna niður. Þetta var ótrúlegt, húsin stóðu öll á stöplum, fullt af fólki, ótrúlegt hvernig fólk býr, allir, já ALLIR, horfðu á okkur og hrópuðu hola hola. Við sáum hins vegar ekkert vatn! Þá kom upp að okkur 19 ára strákur sem býr þarna og bauðst til að sýna okkur hverfið og taka okkur í bátsferð. Við bara sögðum já og sáum ekki eftir því. Hann sýndi okkur meirihlutann af hverfinu, gekk með okkur niður að ánni og við fórum í bátsferð um hverfið sem er fljótandi á þessum árstíma. Sáum fljótandi búðir, hús, fólk, skóla, kirkju, etc etc etc. Sum hús standa á stöplum en flest fljóta á ánni og fylgja henni hvort sem lítið er í henni eða mikið. Þeir sýndu okkur líka risavatnaliljur, blómin reyndar eru ekki í blóma seinnihluta dags en laufblöðin eru risastór, um metri í þvermál. Strákurinn sagði okkur svo að flestir túristarnir komi niður í hverfið á morgnana, mjög fáir eftir hádegi því að það sé hættulegra. Hann hafi séð okkur á vappi og ákveðið að bjóða okkur rúnt því það væri meira safe (og svo borguðum við honum náttúrulega fyrir líka!!!)

Á miðvikudaginn (eftir spítalann) fórum við að vatni rétt hjá Iquitos sem heitir Quistococha. Við tókum motocarro (3 hjólamótorhjól) þangað og það var bara mjög gaman, sáum hverfi í Iquitos sem við hefðum annars ekki séð. Við Quistococha sem er mjög fallegt vatn umkringt frumskógi er dýragarður og tilbúin strönd. Dýragarðurinn var mjög skemmtilegur, sáum m.a. höfrung. Þarna fengum við svo að halda á slöngum aftur, við erum orðnir algjörir slöngutemjarar. Fengum tvær slöngur í einu! Ég kyssti aðra þeirra, fyrir tilskipan slöngueigandans! Þarna var líka plöntu- og trjágarður þar sem við sáum ýmsar tegundir af gróðri sem vex í frumskóginum hér. Það var hrikalega heitt! Við vorum að deyja, sem betur fer gat ég ekki séð sjálfa mig en Pétur leit út eins og hann hefði nýlokið við maraþon. Það lyftist hins vegar heldur á okkur brúnin þegar við komum að rjóðri þar sem búið var að hengja upp kaðal og maður gat sveiflað sér í frumskóginum! Við tókum náttúrulega smá Tarzan og Jane á þetta og neyddum Mercedes svo til að róla sér smá í lokin. Ýttum henni eiginlega af stað!

Í gærkvöldi kvöddum við Mercedes. Hún flaug til Lima og er á leiðinni í ferðalag með fjölskyldunni sinni og fer svo aftur til Bandaríkjanna í næstu viku. Við fórum svo út að borða, Pétur borðaði krókódíl og ég borðaði dádýr. Í dag var svo síðasti dagurinn okkar hér á spítalanum. Á morgun höldum við nefnilega inn í frumskóginn þar sem við ætlum að vera í nokkra daga. Þar munum við heimsækja lækninn sem ég sagði ykkur frá um daginn. Ég hlakka til!

Wednesday, February 14, 2007

Komment

Mér skilst að það sé ansi mikið mál að kommenta.... búin að breyta því þannig að fólk þurfi ekki að vera skráð til að kommenta. Tæknisnillingurinn Berglind, sveitt og ógeðsleg eftir erfiðan dag. Nú bíð ég spennt eftir öllum kommentunum sem ég á eftir að fá, vúhú.
Annars veit ég ekki hvort þú sást það Fríða, en hér er okkur bara boðið að borða ánamaðka en ekki skoða þá. Mmmmmmmmmmmmmmmmmm.......... ;)

Tuesday, February 13, 2007

Af Iquitos

Ég elska Iquitos. Og ég elska hótelið okkar. Og það er rosa fínt á spítalanum hér, eiginlega betra hér en í Lima því hérna eru þeir að kenna okkur fullt!
Alla vega, Iquitos er einstök borg, hér eru nær engir bílar, eiginlega bara lítil mótorhjól og svona þriggja hjóal mótorhjól með "aftursætum". Allt er svo litríkt, rautt og grænt og gult etc. Öll húsin eru frekar lágreist. Aðaltorgið er rosalega fallegt, við erum með útsýni yfir það úr hótelglugganum okkar. Áreitið hérna er rosalegt, það var stundum mikið í Lima en hér er það rosalegt. Pétur fór til dæmis einn út áðan að taka myndir og hrökklaðist eiginlega strax aftur inn. Fullorðna fólkið horfir, sölufólk þyrpist að manni og krakkar hópast í kringum mann, annaðhvort til að pota í mann eða til að betla. Fólkið hérna er svo lífsglatt, allir úti á götum á kvöldin. Svo er náttúrulega karnival í gangi núna. Maður tekur helst eftir því á formi vatnsblöðrukasts (sem við höfum ekki farið varhluta af) en næstu helgi mun það víst ná hámarki með því að fólk hellir bjór yfir hvort annað. Spennandi!
Í dag fórum við og Mercedes á markað sem er í hverfi í Iquitos sem heitir Belén. Belén er fátækt hverfi, húsin þar standa á stöplum og fljóta á vatni/fljótinu en setjast svo niður í drullusvað í þurrkatíð. Nú er ekki þurrkatíð. Alla vega, við fórum á markaðinn sem er ótrúlegur. Þar er allt selt, náttúruleg lyf úr frumskóginum, nýdauðir kjúklingar, skjaldbökur, krydd, töskur etc etc etc. Það er víst í lagi fyrir túrista að fara á markaðinn en maður á ekki að taka nein verðmæti með sér. Það er hins vegar ekki í lagi að ætla að fara að labba í Belén. Ég ætlaði rétt að kíkja inn í eina götuna og lögga sem var rétt hjá hrópaði á okkur og bað okkur að fara ekki inn í Belén. Við skildum öll verðmæti eftir heima áður en við fórum á markaðinn en ég tók samt myndavélina mína með (sem er lítil). Ég tók hana samt bara einu sinni upp og tók 3 myndir. Við Mercedes ætlum að kaupa okkur einnota myndavél og fara aftur þarna. Ég á reyndar samt nokkrar myndir af þessum markaði frá því ég og Pétur komum hingað fyrir rúmum 2 árum, þá vorum við líka í hóp af túristum með guide.

Hótelið okkar er rosa fínt, við erum með rosa fína sundlaug og flottan morgunverð og flott herbergi og það besta: þráðlaust net!!! Það er reyndar svolítið stopult í herberginu okkar en það er í fínu lagi að sitja í einum af sófunum niðri í lobbyi og vera á netinu.
Jæja, við ætlum að vera hér á spítalanum fram á föstudag. Svo var ég að fá svar frá lækninum í frumskóginum, hún vill gjarnan fá okkur í heimsókn næstu helgi svo það getur bara vel verið að við drífum okkur inn í frumskóg. Ég er alveg til í það, ég dýrka frumskóginn. Það er bara eitthvað svo sérstök stemning að vera þar. Síðasti sunnudagur var líka frábær, ekki síst út af slöngunum og öpunum sem við heimsóttum.
Jæja, ætla að reyna að setja einhverjar myndir af Iquitos og frumskóginum inn á heimasíðuna.

Sunday, February 11, 2007

Tjófóttir apar og vatnsblodrustrídnispúkar

mun baeta myndum inn i tessa faerslu a morgun:

Dagurinn í dag var frábaer! Skemmtilegasti dagurinn ì Perù hingad til. Byrjadi med tvi ad Mercedes kom til Iquitos en hun aetlar ad vera herna med okkur i 3 daga. Ákvádum svo ad fara i smá ferd. Byrjudum a tvi ad fara i motocarro nidur ad ánni, á leidinni var náttúrulega hent í okkur nokkrum vatnsblodrum og jafnvel hellt ur vatnsfotu a okkur eins og hefd er her tegar kjotkvedjuhatid er i gangi! Settumst svo i bat og forum i siglingu. Byrjdum a tvi ad sigla ad mótum Amazon fljótsins og árinnar sem vid vorum á sem heitir río nanay. Sigldum svo til baka og enn lengra og endudum a tvi ad stoppa vid sýningarstaedi aettbalks nokkurs sem kallast Las Boras. Aettbalkurinn byr reyndar lengra i burtu og byr eins og venjulegt folk, en hefur tetta syningarsvaedi til ad syna túristum hvernig indíánar bjuggu og hegdudu ser adur fyrr. tarna donsudu sem sagt fyrir okkur berbrjosta konur og pínkulitlir karlar, tad var svo greinilegt ad stelpurnar nenntu tessu ekki, vid fengum algjoran kjanahroll. Eftir syninguna hrugudust stelpurnar ad mer og settu a mig um 15 armbond an tess ad eg fengi nokkud vid radid, kepptust svo um ad lata mig kaupa sitt armband. Eg toli ekki svona, madur faer alveg ofnaemi gagnvart svona uppatrodningi. Eg keypti samt eitt voda flott armband. svo forum vid aftur nidur i batinn okkar og héldum áfram. Fórum naest a stad vid ánna sem heitir el serpentario. Tetta er eins konar dyragardur nema hvad madur getur fengid ad halda a flestollum dyrunum. Vid byrjudum a tvi ad heilsa upp a letidyrin eda periosos eins og teir heita a spaensku. Teir eru svo fyndnir, hreyfa sig ofurhaegt. furdulegt ad halda a teim. Naest saum vid pumu, ég vorkenndi henni. hún var lokud inni í pínulitlu búri, mér finnst ad tad maetti sleppa tvi ad hafa pumu tarna, hun hvort ed er er ekki stor hluti addrattaraflsins sem stadurinn hefur. Tvi naest saum vid risarottu og su er stor, eins og hundur! Ta var komid ad adaldótinu, risaslongu, anacondu sem vid fengum natturulega oll ad halda a. Tokum fullt fullt af myndum og video. Ég held ég myndi fa algjoran hroll vid ad halda a henni en eg fekk hann ekki. Rosa gaman! sídan fengum vid ad knúsa pínkulitla krókódíla, teir voru rosa saetir. Gengum svo lengra og heilsudum upp a apana og pafagaukana. Páfagaukarnir eru svo flottir, fengum einn a sitthvorn handlegginn og einn a hausinn, sem sagt 3 risapafagauka! Svo voru tarna apar líka, 2 stórir sem voru í bandi og 2 litlir. Annar teirra var pínku pínku lítill, var ad drekka inca kola! Svo hvarf hann og vid saum hann ekki meir. Hinn var algjort krútt, med bleiu. Hann vildi bara kúra hjá manni og knúsa mann. Ég hefdi viljad taka hann heim. Svo var tarna líka einhver rotta og svo eitthvad annad pínkulítid dýr sem gaf frá sér furduleg hljód, veit ekki hvers konar dýr tetta var. Jaeja, alla vega, vid héldum svo ferd okkar áfram, fórum í bátinn og sigldum af stad. Nú var forinni heitid a fidrildabúgard sem kallast Pilpintuwasi. Turftum ad labba orlítinn spol upp ad bugardinum og a leidinni varadi guide-inn okkar okkur vid tvi ad tarna vaeru tjofottir apar. Stuttu sidar sprettur fram api med eldrautt andlit og eltir okkur. Tegar vid komum a stadinn var svo fullt af opum, allir frjalsir og teir voru svo skemmtilegir! Einn klifradi upp a Pétur og setti "hondina" i vasann a honum, aetladi ad reyna ad finna eitthvad til ad stela. Eg stend svo tarna og allt i einu togar einhver i harid a mer, ansi fast. Ta var tetta api og hann var ekki ad toga heldur var hann ad naga! Sem sagt var rófan á honum í loftinu og hausinn í hárinu á mér og tarna hékk hann! Jaeja, en skodunarferdin okkar var ad byrja svo vid forum af stad. Saum fyrst rosalega flott dýr sem ég bara man ekki hvad heitir. Svo gengum vid upp ad fidrildabúrinu. Fidrildabúrid er í raun bara ansi stórt svaedi girt af med neti og tarna var sko fullt fullt af risafidrildum og fidrildalifrum. manni leid eins og í aevintýri ad ganga tarna um. Staerstu fidrildin voru med um 12 cm vaenghaf. Fidrildi fara víst í gegnum 5 troskastig, egg - lirfur sem borda - lirfur sem borda ekki - hjúpur - fidrildi. Flest lifa adeinsí 1-2 vikur sem fidrildi og deyja svo. Tad sem mer fannst merkilegast er hvernig fidrildi búa til lítil fidrildaborn. Tad koma sem sagt saman 2 fidrildi og festa sig saman og eru tannig i 24 klst. merkilegt, tannig verda eggin svo til. Jaeja, alla vega. nú gengum vid út úr búrinu og forum og skodudum oll stigin, lirfurnar, hjupana og fidrildin. héldum svo áfram. Skyndilega hrópar mercedes upp yfir sig, ta hafdi Tony (einn apinn) stokkid upp a hana med handleggina útrétta og opinn munninn og vildi ekki sleppa. hann hélt svo fast í hálsinn og axlirnar á henni ad pétur gat ekki losad hann, ég held tvi fram ad hann hafi litid a Pétur sem samkeppni. Tony sem sagt hékk á Mercedes tar til vid komum ad tapírunum (Lucas og Lola). Ta gaf guide-inn okkar tapírunum ad borda og tony fór og sníkti líka. Stuttu sídar héldu Pétur, Mercedes og guide-inn okkar áfram en Tony tók ekki eftir tvi tar sem hann var svo upptekinn af tvi ad smjatta a godgaetinu. Tegar hann svo tók eftir tví ad Mercedes vaeri farin rauk hann af stad a eftir henni og ég nádi video af tvi! Hann hoppadi reyndar ekki upp á axlirnar á henni i tetta sinn. Jaeja, vid endudum tessa skodunarferd a ad heilsa upp apana aftur. Einn teirra var ad reyna ad opna flosku. svo settist ég hjá honum og hann hoppadi i fangid á mér og endadi á tvi ad kúra. svo sá hann myndavélatoskuna mina og opnadi hana! hann bara renndi frá! jaeja, vid forum svo i batnum til baka til iquitos. I "hofninni" tar sem vid logdum ad var fullt af krokkum ad svamla i vatninu. Longu adur en vid komum ad teim saum vid a teim hrekkjupúkasvipinn og viti menn, tegar vid sigldum framhja teim fengum vid ansi godar gusur yfir okkur! á leidinni heim a hotel fengum vid líka ansi margar gusur og vatnsblodrur, tetta er ansi fyndid, tau standa bara nokkur i hop vid gotuna og bida eftir fornarlombum og fara svo ad skellihlaeja. Tetta er svolitid skemmtilegt! Fórum svo út ad borda med mercedes.

Vid Pétur skiptum annars um hótel í dag! Fórum á 5 stjornu hótelid og tad er aedi!!! Ég er svo glod ad hafa skipt! Hér er sturta sem er med nóg af heitu vatni! Og tad er naegur kraftur i bununni! Ég var búin ad gleyma ad tad vaeru til almennilegar sturtur. HÉR er linkur a nýja ógedslega fína og aedislega hótelid okkar!

Iquitos

jaeja, ta erum vid loksins komin til Iquitos... og eg dyrka tad! Tad ma nu eiginlega segja ad ferdin til iquitos hafi byrjad sidasta manudag tegar vid forum til Corlu, konunnar sem a ferdaskrifstofuna sem vid skiptum vid, og badum hana ad redda ollum flugum og ferdum fyrir okkur naestu vikurnar her i Peru. Ekki malid og 2 dogum sidar kom adstodarkona hennar med flugmidana heim til okkar. Bara one tiny little detail... taer breyttu morgunfluginu okkar til iquitos i flug mjog seint um kvoldid sama dag bara ut af odyrara verdi en letu okkur ekki vita. Vid vorum natturulega ekki mjog satt, hefdum aldrei samtykkt ad eyda enn einum deginum ad gera ekki neitt i lima tegar vid gaetum legid vid sundlaugina i Iquitos. Tannig vid letum Corlu breyta tessu, heilmikid mal, hun aetladi nu ad bladra sig ut ur tessu fyrst en endadi med ad hun borgadi meirihlutann af breytingargjaldinu. Tad fyndna var ad hun hardneitadi ad tala vid Petur um tetta, spurdi alltaf um mig. Ég held tad sé nu bara af tví ad hun hefur fattad ad ég er miklu meiri pushover!
Alla vega, a fostudaginn var svo sidasti dagurinn okkar a spitalanum i lima. Týpískt ad sídasta daginn komi til laeknis brádsmitandi berklasjúklingur, eda alla vega grunadur um brádsmitandi berkla. hann var reyndar sjálfur med maska en... Vid vorum um 10 manns i herberginu og enginn setti upp maska nema pétur... ég tordi ekki ad setja upp maska, minn var i toskunni minni uppi á skáp. Endadi med tví eftir um 10 mínútur ad ég greip toskuna mina og naerri hljop ut. Kom ekki aftur fyrr en eftir taepan klukkutíma tegar berklasjúklingurinn var potttétt farinn! Veit alla vega hvar eg smitadist ef eg reynist berklajakvaed eftir heimkomuna. Eftir hadegi sama dag sofnadi ég svo í midju sjúklingavidtali, OMG, hvernig verdur madur i framtídinni, sofnar bara fyrir framan sjúklinginn!
um kvoldid forum vid ut ad borga med Polu (deildarlaekni a spitalanum), mercedes og julio. Vid forum a gedveikt godan stad, argentinskt steikhús med all you can eat buffet. Vid sem sagt vorum 5 manns sem bordudum 3 rétta máltíd (og meira til) med drykkjum og borgudum samtals 6600 kr! Og tetta er gedveikt fínn veitingastadur! forum svo a rosa flottan bar og fengum okkur einn drykk. Skyndilega var klukkan ordin hálf2 og vid Pétur áttum ad maeta upp á flugvoll 2 timum sidar, svo vid forum heim og klarudum ad pakka og svo bara beinustu leid upp a flugvoll. History repeating! Gerdum nakvaemlega sama hlut her fyrir 2 arum nema ad ta turftum vid ad fara i 4 tima skodunarferd strax eftir lendingu en nu forum vid bara beint upp a hotel ad sofa. Voknudum um hadegi og forum ut i sundlaug. Eins og eg hef adur sagt vorum vid buin ad panta herbergi a 3 stjornu hoteli en systurhotelid (sem er i um 2 minutna gongufjarlaegd) er 5 stjornu og vid megum nota adstoduna tar. Okkur leist hins vegar ekkert a herbergid okkar a 3 stjornu hotelinu, pinkulitid, bara kalt vatn i sturtunni og klosettid stiflad. svo vid akvadum ad skipta bara yfir a 5 stjornu hotelid, forum yfir a tad og fengum meira ad segja afslatt. Gatum reyndar ekki flutt strax svo vid eyddum einni nott a hinu hotelinu. Var svo sem i lagi
Alla vega, Iquitos er aedi! mer finnst aedi ad vera herna. Borgin umkringd frumskogi. I borginni eru naer engir bilar, bara svona 3 hjola motorhjol med saeti ad aftan fyrir 3 og kallast motocarros (moto = motorhjol og carro = bíll). Ég er ad drepast úr hamingju yfir ad vera komin hingad.

Friday, February 09, 2007

Good bye Lima

Í dag er sídasti dagurinn okkar í Lima. Tad er sól og voda fínt vedur, nefnilega búid ad vera skýjad sídustu daga. Í gaer fórum vid og keyptum sjúklega mikid af moskító repellant. Vid aetlum hvorki ad fá Dengue fever né malaríu. Iquitos here we come... vúhú!!!
HÈR má sjá hótelid okkar í Iquitos. Tad er 3 stjornu en er i tengslum vid 5 stjornu hotel i somu kedju sem er stadsett i um 3 minutna gongufjarlaegd... og vid megum nyta okkur adstoduna a 5 stjornu hotelinu! Vúhú...
Annars var eg ad finna a netinu frasogn konu sem er laeknir fra USA. Fyrir 16 arum sidan for hun i 2 vikna ferdalag um Peru en for aldrei heim tvi hun stofnadi litla laeknastofu lengst inni i frumskogi sem hun sinnir enn tann dag i dag. Eg skrifadi henni meil og spurdi hvort vid maettum heimsaekja hana, hun er ekki i internetsambandi nema a nokkurra daga fresti og hefur ekki enn svarad. Eg vona ad vid getum heimsott hana. Heimasiduna hennar ma sja HÉR. Einnig má lesa soguna um hvernig tetta allt saman hófst HÉR.

Í fyrrakvold var okkur bodid í mat til fjolskyldunnar hennar Mercedes, tad er modurbrodur hennar og konunnar hans. Tau eiga 3 born, hrikalega saeta 7 ara stelpu og 2 straka sem eru 16 og 18 ára. Tetta reyndist hid besta kvold, maturinn sjuklega godur. Svolitid fyndid samt svona odruvisi hefdir i odrum londum, tad tagna alltaf allir tegar fjolskyldufadirinn talar! Eini gallinn vid tetta kvold var ad fjolskyldufadirinn er naer tannlaus svo tad var ansi erfitt fyrir okkur ad skilja hann. En tau voru oll supernaes og skutludu okkur svo heim eftir a. Daginn eftir sagdi Mercedes okkur ad 18 ara fraendi hennar hefdi farid a internetid og lesid sér til um Ísland og svo sagt: "Já, tad eru víst allir svona hávaxnir á Íslandi". HÉR má sjá mynd af okkur med fjolskyldunni.

Jaeja, á dagskránni í dag er ad fara heim og pakka, út ad borda í kvold, hitta svo krakkana i smástund, sofa í um 3 tíma og maeta a flugvollinn kl 4 i nótt (9 í fyrramálid ad íslenskum tíma). Ég hlakka svo til... Held ég eigi ekki eftir ad sakna Lima svo mikid... nema náttúrulega straetóanna, sjá má video af dyraverdi í straetó HÉR (tetta er einmitt dyravordurinn sem lenti i slagnum sem vid urdum vitni ad)

Thursday, February 08, 2007

Ferdaplanid

Petur gerdi voda fina mynd af ferdaplaninu okkar. Er buin ad setja link a tad herna til hlidar.

Wednesday, February 07, 2007

Tók vitlausa rútu og tafdist um 25 ár

Kiki alltaf a mbl.is svona af og til. Tid verdid ad lesa TETTA.

Létt brugdid

Mér var létt brugdid í morgun. Vid vorum í straetó á leidinni á spítalann. Vid sátum í saetunum sem eru hinum megin vid ganginn vid hurdina og dyravordinn. Eg sat vid ganginn og Petur vid gluggann, dyravordurinn var sem sagt bara svona taepan metra i burtu fra mer. Svo er madur sem sat aftarlega a leidinni ut og rekur olnbogann i hofudid a mer i leidinni. Hann var voda sorry svo eg sagdi bara allt i lagi og brosti. Svo naest tegar eg lit upp eru hann og dyravordurinn farnir ad slast. Dyravordurinn pinkulitill og mjor og hinn stor og feitur. Tessi stori eiginlega fleygdi dyraverdinum naestum a mig og petur, stendur svo i troppunum og oskrar. Ta naer dyravordurinn i risajárnstong sem hann geymir i troppunum og ognar karlinum med tvi. Eg vard bara hraedd, tetta var bara mordvopn og eg 1 metra i burtu. Eg sa alveg fyrir mer ad eg yrdi fyrir vopninu ovart. Teir oskra eitthvad meira og svo stigur dyravordurinn ut ur straeto og skyrpir a karlinn, kom svo aftur inn og straetoinn helt afram. Eg bara atti ekki til ord, var skithraedd. Vid skildum lika ekkert hvad teir sogdu, toludu svo hratt. Skil ekki alveg hvad gerdist...

Tuesday, February 06, 2007

Sundlaug! Vúhú

Jæja, þá erum við loksins búin að arrange-era næstu 4 vikum. Erum að fara frá Lima næsta laugardag, förum til Iquitos, borgar inni í miðjum frumskóginum sem ekki er hægt að komast til nema á báti eða í flugvél. Þar ætlum við að vera í um 12 daga, verðum á spítala þar. Við munum gista á *** hóteli með sundlaug!!! ÉG HLAKKA SVO TIL! Höfum lítið sem ekkert getað verið úti hér, erum alltaf á spítalanum og svo er bara dagurinn búinn.
Eftir Iquitos ætlum við að fara í 2 ferðalög, fyrst Cajamarca-Trujillo-Huaráz og svo Cuzco-IncaTrail-MachuPicchu. Að þessu loknu verðum við búin að sjá allt á top-14 túristalistanum hér í Perú.

en út í adra sálma... Tad er otrulega fyndid hvad verdlagid haekkar eftir hudlit herna. Forum ut ad borda i hadeginu um daginn med mercedes og yalenco. Yalenco hefur buid i peru alla aevi en mercedes sem ad uppruna er fra peru hefur buid i USA alla aevi og talar tvi spaensku med hreim. Vid pontudum okkur oll svipada maltid, hefdi att ad kosta svipad a mann en Yalenco var rukkadur um 10 solir, Mercedes um 13 solir og eg og Petur um 16 solir hvort. Snidugir J

Monday, February 05, 2007

Madur

Ég er búin ad finna mér mann. Hann er fyrirsaeta a auglýsingaskilti í súpermarkadnum sem vid forum alltaf í. Ég hef samt á tilfinningunni ad tetta eigi ekki eftir ad ganga upp. Ég aetla tess vegna ad auglýsa eftir nýjum: hann verdur ad vilja ferdast med mér og laera ad dansa sudur-ameríska dansa med mér. Set ekki fleiri krofur ad sinni.

Sierra

A laugardaginn forum vid i litla ferd. Tannig er nu nefnilega malid ad fyrir rumri viku sidan byrjadi her arlegt namskeid fyrir deildarlaekna og serfraedinga i tropical medicine sem stendur yfir i 2 manudi. Tetta er rosalega vinsaelt namskeid og vist mjog gott. Alla vega, tannig ad hingad eru komnir 30 utlendingar ad reyna ad laera tropical medicine. Deildin er eiginlega undirlogd, tau eru svo sem fin, sumir svolitid ofsalega hrikalega ameriskir en whatever. Alla vega, okkur var sem sagt bodid ad fara i dagsferd med teim herna upp i Andes fjollin, upp i taeplega 5000 metra haed. Tetta reyndist hin besta skemmtun. Farastjori var Dr. Ciro Maguiño, peruiskur smitsjukdomalaeknir og hudsjukdomalaeknir. Hann er alveg frabaer, rosalega frodur madur og hrikalega hyper og skemmtilegur. Hann kallar okkur Petur alltaf litlu negrana og hlaer ad tvi ad vid hljotum ad vera fra Afriku.

Alla vega... tessi vegur sem vid keyrdum liggur fra Lima og beint upp í Andes fjöllin (the sierra = the highlands), malbikað alla leið. Þú getur sem sagt keyrt frá sjávarmáli upp í 5000 m hæð á 3 tímum og það var ógeðslega gaman. Ótrúlegt hvernig fólk býr í fjöllunum, í pínkulitlum húsum við veginn, lætur fötin sín þorna í grasinu etc etc etc. Sjá má daemi um slík híbýli hér fyrir ofan. Á leiðinni upp stoppuðum við á nokkrum stöðum, m.a. á einum til að drekka mate de coca (te úr coca laufum). Það á víst að hjálpa manni í þessari hæð. Þetta bragðaðist bara ágætlega, her til hlidar ma sja mig med kokainid i hond. Fengum svo að vita að með því að drekka coca-te þá fær maður ekki vímuefnin í líkamann því þau leysast ekki upp í vatninu, hins vegar ef maður tyggur laufin með litlum steini þá fer maður í vímu! Við gerðum það ekki... eða alla vega ekki ég, veit ekki með Pétur coca-mann.
Alla vega, þarna var náttúrulega full rúta af læknum á leiðinni upp í fjöllin þannig að með í för voru súrefnismettunarmælar og súrefni. Súrefnismettunin var mæld hjá öllum við sjávarmál, í 3300 m hæð og í 4818 m hæð. Eðlileg súrefnismettun við sjávarmál er ca 96-100%. Ég mældist 99% við sjávarmál, 93% við 3300m og 80% við 4818 m! Í svona 4500 m hæð fór mér að líða eitthvað aðeins illa (í rútunni) en það leið hjá og ég skoppaði upp á lítið fjall í 4818 m hæð, aðeins blá á vörunum! Pétur varð líka blár á vörunum en hann var samt með brjálað góða mettun! Mældum svo aftur mettunina þegar við komum inn í rútu (eftir hreyfingu) og þá var ég 68% og leið samt bara vel! Maður myndi nú algjörlega bregðast ansi hratt við á spítala ef einhver væri kominn niður í 68% mettun. Það voru 2 konur í hópnum sem þoldu þetta illa, þurftu að fá súrefni.




Hér ad ofan má sjá mig og Pétur uppi á "fjallinu", í ca 4850 m haed yfir sjávarmáli, baedi blá á vorunum to tad sjáist illa a myndinni.

Þarna í tæplega 5000 m hæð þurfti ég náttúrulega á klósettið, þurfti að kaupa mér WC pappír af konunni sem vann þarna í fína fína veitingastaðnum og fara svo út á “klósettið” sem var hola í jörðina bak við járnhurð. Sjá má klósettid hér til vinstri. Konan var voða næs, var með dóttur sína og dótturdóttur þarna sem var voða sæt. Konan vildi endilega að ég gæfi henni “tarjeta de Islandia” (sem ég myndi þýða sem kreditkort eða eitthvað annað álíka kort frá Íslandi) þannig að hún gæti sýnt fólki að hún ætti vinkonu á Íslandi. Ég sagði náttúrulega við hana að því miður væri ég ekki með neitt þannig! Svo hljóp ég upp á “fjallið”. Þegar ég kom niður aftur langaði mig svo að fá mynd af þeim þremur saman svo ég fór og spurði og þá sagði konan: “fyrst þú vilt ekki gefa mér tarjeta de islandia þá mátt þú ekki taka mynd”. Þannig ég kvaddi bara, var samt áður reyndar búin að taka mynd bara af dótturdótturinni. Spurði svo Mercedes (sem á perúíska foreldra) hvað hún héldi að “tarjeta de islandia” væri og hún fattaði það nú ekki alveg. Ég fattaði svo seinna um kvöldið að auðvitað var konan að biðja mig um að senda sér póstkort frá Íslandi! Auðvitað hefði ég getað gert það... en það er of seint núna.
Á leiðinni niður stoppuðum við á veitingastað sem var búinn að elda fyrir okkur týpíska perúíska máltíð, það var ógeðslega gott. Er eldað í jörðinni! Mmmm... borðaði ógeðslega mikið og var illt í maganum allt kvöldið. Rétt áður en við stoppuðum á veitingastaðnum sprakk reyndar á rútunni, ensku gellurnar urðu skíthræddar, ætluðu ekki að þora að halda áfram. Það var nú meiri gelgjuskapurinn í þeim allan tímann, var reyndar frekar fyndið, fengum ástarsögurnar þeirra beint í æð.
Jæja, ég er alla vega komin í smá æfingu fyrir 5495 metrana sem við ætlum að labba upp í eftir 3 vikur.


Á laugardaginn var “pisco sour - dagurinn” en pisco sour er eins konar þjóðardrykkur hér. Hann er í rauninni bara hrá egg og pisco sour (áfengistegund). Mjög góður eiginlega. Þarna um kvöldið fórum við þess vegna aðeins út með krökkunum og fengum okkur eins og einn pisco sour. Heppnaðist bara nokkuð vel.


Hér ad ofan má sjá mig ad njóta pisco sour og okkur med ernesto, Julio og Vanessu, kaerustunni hans ernesto.






Í gær fórum við svo út á La Punta sem er hinn endinn á Lima, mig hefur lengi langað að sjá það. Það var mjög gaman. Það er samt svo fyndið hvað fólk horfir á okkur, við erum eins og blökkumenn voru á Íslandi fyrir 20-30 árum. “Mamma, mamma, sjáðu útlendingana”, þetta fáum við iðulega að heyra á götum úti! Eftir La Punta fórum við í dýragarðinn hér í Lima. Hann var mjög flottur, reyndar alltaf svo sárt að sjá dýr í búri. Lentum á einstaklega skemmtilegum leigubílstjóra á leiðinni heim, var rosalega forvitinn um Ísland, töluðum heilmikið við hann, stoppuðum með honum á bensínstöð þar sem afgreiddu okkur stúlkur í minipilsum. Við hlógum voða mikið og tókum mynd (í laumi), leigubílstjórinn skildi ekkert í af hverju okkur þótti þetta fyndið, honum fannst mjög eðlilegt að afgreiðslustúlkur á bensínstöð væru í minipilsum, fannst það mjög eðlilegt út af hitanum!



Þessi tvo voru svo sæt, sátu fyrir utan staðinn þar sem við drukkum kóka-teið og voru ad selja dagblod. Ég gaf þeim sitthvora sólina og þau brostu út að eyrum. Svo þegar ég var farin framhjá hvísluðu þau að Merdedes: “Hvaðan eru þau? Þau eru svo stór....”!

Friday, February 02, 2007

La cucaracha, la cucaracha

Í fyrradag sa eg kakkalakka i ruminu minu i annad sinn. Mer fannst tad midur skemmtilegt.
I gaer sa eg kakkalakka i snyrtidotinu minu. Mer fannst tad heldur ekki skemmtilegt.