Tuesday, February 06, 2007

Sundlaug! Vúhú

Jæja, þá erum við loksins búin að arrange-era næstu 4 vikum. Erum að fara frá Lima næsta laugardag, förum til Iquitos, borgar inni í miðjum frumskóginum sem ekki er hægt að komast til nema á báti eða í flugvél. Þar ætlum við að vera í um 12 daga, verðum á spítala þar. Við munum gista á *** hóteli með sundlaug!!! ÉG HLAKKA SVO TIL! Höfum lítið sem ekkert getað verið úti hér, erum alltaf á spítalanum og svo er bara dagurinn búinn.
Eftir Iquitos ætlum við að fara í 2 ferðalög, fyrst Cajamarca-Trujillo-Huaráz og svo Cuzco-IncaTrail-MachuPicchu. Að þessu loknu verðum við búin að sjá allt á top-14 túristalistanum hér í Perú.

en út í adra sálma... Tad er otrulega fyndid hvad verdlagid haekkar eftir hudlit herna. Forum ut ad borda i hadeginu um daginn med mercedes og yalenco. Yalenco hefur buid i peru alla aevi en mercedes sem ad uppruna er fra peru hefur buid i USA alla aevi og talar tvi spaensku med hreim. Vid pontudum okkur oll svipada maltid, hefdi att ad kosta svipad a mann en Yalenco var rukkadur um 10 solir, Mercedes um 13 solir og eg og Petur um 16 solir hvort. Snidugir J

No comments: