Friday, February 16, 2007

Suri

Suri eru fiðrildalirfur, á ensku held ég að þær kallist "palm tree butterflies". Fólk í frumskóginum borðar Suri. Steikir Suri... mmmmmm... Hægt er að kaupa suri á markaðnum sem við fórum á, hægt að kaupa sér svo sem nokkrar feitar Suri og njóta. Í sumum þorpum hérna í frumskóginum rífur fólk hausinn af lifandi lirfum og étur þær, hver getur ekki hugsað þér það? Síðustu 2 morgna hefur verið boðið upp á Suri í morgunmat á hótelinu okkar. Mæli með að þið kíkið á færsluna og videoið sem Pétur tók af litlu vinum okkar, suri lirfunum, HÉR.
Við Pétur fengum okkur hins vegar allt annað og girnilegt að borða í kvöld. Fórum aftur á fljótandi veitingastaðinn. Mér fannst svo mikil stemning að fara á bátnum í myrkrinu. Sátum svo þarna og gæddum okkur einum ljúffengasta fiski sem við höfum smakkað auk bananarétta en bananar eru mikið notaðir sem meðlæti hérna. Hér má sjá mynd af okkur með Iquitos í baksýn og Amazon fljótið á milli. Þegar við sátum þarna gerði ég mér allt í einu grein fyrir að við vorum á fljótandi veitingastað á miðju Amazon fljótinu að borða rosalega góðan mat. Hversu geðveikt er það?

Við erum líka búin að eignast einka"bílstjóra". Hann heitir Alfred, keyrir motocarro og bíður alltaf fyrir utan hótelið eftir okkur. Hér má sjá Alfred og Pétur í motocarrinum hans Alfred.















Varð bara að setja mynd af sundlaugargarðinum við hótelið... :)

9 comments:

Anonymous said...

Ohhhhh....... skil alveg að ykkur langi ekki að borða suri..... ekki mjög girnilegt þegar þær eru svona spriklandi.... minnir mig bara á Lion King, þessar með mjúku fyllingunni!!! hahahaha
Góða skemmtun í skóginum..
Knús

Frida said...

Jamm - þessar lirfur eru alla vega góðar í magadansi óétnar þ.e.a. segja.

Annars smá frétt. Ragga liggur á meðgöngudeild - var komin með reglulegar hríðar eftir slæma ælupest - það er verið að reyna að stöðva fæðinguna og lítur það bara vel út. Hún er annars kát og hress.

Kissi Fríða frænka
p.s. fyrst þið eruð að éta alla þessa ánamaðka er þá nokkuð mál að gleypa eina suri?

Tiny said...

Þið verðið að smakka svona suri (ekki Suri Cruise samt). Fyrst fólk borðar þetta almennt, þetta getur ekki verið svo hræðilegt. Þið eigið eftir að sjá eftir því ef þið prófið þetta ekki (segi ég öruggur í mörg þúsund kílómetra fjarlægð:).

Unknown said...

afi situr hér hjá mér og segir að það sé gaman að lesa bloggin þín, hann biður að heilsa og hann hlakkar til að sjá þig :D

Unknown said...

Nammi namm, okkar nammi hér eru bollur og aftur bollur.
Æðislegt að sjá myndirnar bæði af ormum og fólki í bát á miðju Amazon. OG sundlaugin, ég skil vel að hægt er að njóta lífsins á sumum stöðum.
kærleikskveðjur og góða skemmtun.
mamma

Anonymous said...

Vá en meiriháttar, fljótandi veit.stadur á Amazonfljóti. Pottþétt sem thetta moment verdur ad limast í langtímaminnid. Gedveikar nyju myndirnar.
knus Magga

Karen Lundúnarstelpa said...

Hæhæ
Ragga átti lítinn strák í nótt... pínupínupons.. 10 merkur :D og það gekk víst allt mjög vel :)

Rúna said...

Hæ - skemmtilegt blogg, myndir og alles. Reyndi að senda þér sms en ekki nógu klók til að klóra mig fram úr því;o/

xx Rúna 26 ára og 364 daga gömul... styttist í þig mín kæra

Anonymous said...

vei:) loksins getur maður skrifað eitthvað inn, aldrei tekist fyrr! ooooooohhh hvað eg öfunda ykkur ótrúlega! ótrúlega gaman að lesa um ævintýrin ykkar! spurning um að ræna svona ca einu stykki apa handa mér (litli sæti í bleyjunni) þarf að bæta í hópinn minn, á 2 fyrir;) hehe skemmtið ykkur sem allra best. p.s. ertu búnað ná að smella einni mynd af lendaskýlu indijánum handa mér?