Monday, February 05, 2007

Sierra

A laugardaginn forum vid i litla ferd. Tannig er nu nefnilega malid ad fyrir rumri viku sidan byrjadi her arlegt namskeid fyrir deildarlaekna og serfraedinga i tropical medicine sem stendur yfir i 2 manudi. Tetta er rosalega vinsaelt namskeid og vist mjog gott. Alla vega, tannig ad hingad eru komnir 30 utlendingar ad reyna ad laera tropical medicine. Deildin er eiginlega undirlogd, tau eru svo sem fin, sumir svolitid ofsalega hrikalega ameriskir en whatever. Alla vega, okkur var sem sagt bodid ad fara i dagsferd med teim herna upp i Andes fjollin, upp i taeplega 5000 metra haed. Tetta reyndist hin besta skemmtun. Farastjori var Dr. Ciro Maguiño, peruiskur smitsjukdomalaeknir og hudsjukdomalaeknir. Hann er alveg frabaer, rosalega frodur madur og hrikalega hyper og skemmtilegur. Hann kallar okkur Petur alltaf litlu negrana og hlaer ad tvi ad vid hljotum ad vera fra Afriku.

Alla vega... tessi vegur sem vid keyrdum liggur fra Lima og beint upp í Andes fjöllin (the sierra = the highlands), malbikað alla leið. Þú getur sem sagt keyrt frá sjávarmáli upp í 5000 m hæð á 3 tímum og það var ógeðslega gaman. Ótrúlegt hvernig fólk býr í fjöllunum, í pínkulitlum húsum við veginn, lætur fötin sín þorna í grasinu etc etc etc. Sjá má daemi um slík híbýli hér fyrir ofan. Á leiðinni upp stoppuðum við á nokkrum stöðum, m.a. á einum til að drekka mate de coca (te úr coca laufum). Það á víst að hjálpa manni í þessari hæð. Þetta bragðaðist bara ágætlega, her til hlidar ma sja mig med kokainid i hond. Fengum svo að vita að með því að drekka coca-te þá fær maður ekki vímuefnin í líkamann því þau leysast ekki upp í vatninu, hins vegar ef maður tyggur laufin með litlum steini þá fer maður í vímu! Við gerðum það ekki... eða alla vega ekki ég, veit ekki með Pétur coca-mann.
Alla vega, þarna var náttúrulega full rúta af læknum á leiðinni upp í fjöllin þannig að með í för voru súrefnismettunarmælar og súrefni. Súrefnismettunin var mæld hjá öllum við sjávarmál, í 3300 m hæð og í 4818 m hæð. Eðlileg súrefnismettun við sjávarmál er ca 96-100%. Ég mældist 99% við sjávarmál, 93% við 3300m og 80% við 4818 m! Í svona 4500 m hæð fór mér að líða eitthvað aðeins illa (í rútunni) en það leið hjá og ég skoppaði upp á lítið fjall í 4818 m hæð, aðeins blá á vörunum! Pétur varð líka blár á vörunum en hann var samt með brjálað góða mettun! Mældum svo aftur mettunina þegar við komum inn í rútu (eftir hreyfingu) og þá var ég 68% og leið samt bara vel! Maður myndi nú algjörlega bregðast ansi hratt við á spítala ef einhver væri kominn niður í 68% mettun. Það voru 2 konur í hópnum sem þoldu þetta illa, þurftu að fá súrefni.




Hér ad ofan má sjá mig og Pétur uppi á "fjallinu", í ca 4850 m haed yfir sjávarmáli, baedi blá á vorunum to tad sjáist illa a myndinni.

Þarna í tæplega 5000 m hæð þurfti ég náttúrulega á klósettið, þurfti að kaupa mér WC pappír af konunni sem vann þarna í fína fína veitingastaðnum og fara svo út á “klósettið” sem var hola í jörðina bak við járnhurð. Sjá má klósettid hér til vinstri. Konan var voða næs, var með dóttur sína og dótturdóttur þarna sem var voða sæt. Konan vildi endilega að ég gæfi henni “tarjeta de Islandia” (sem ég myndi þýða sem kreditkort eða eitthvað annað álíka kort frá Íslandi) þannig að hún gæti sýnt fólki að hún ætti vinkonu á Íslandi. Ég sagði náttúrulega við hana að því miður væri ég ekki með neitt þannig! Svo hljóp ég upp á “fjallið”. Þegar ég kom niður aftur langaði mig svo að fá mynd af þeim þremur saman svo ég fór og spurði og þá sagði konan: “fyrst þú vilt ekki gefa mér tarjeta de islandia þá mátt þú ekki taka mynd”. Þannig ég kvaddi bara, var samt áður reyndar búin að taka mynd bara af dótturdótturinni. Spurði svo Mercedes (sem á perúíska foreldra) hvað hún héldi að “tarjeta de islandia” væri og hún fattaði það nú ekki alveg. Ég fattaði svo seinna um kvöldið að auðvitað var konan að biðja mig um að senda sér póstkort frá Íslandi! Auðvitað hefði ég getað gert það... en það er of seint núna.
Á leiðinni niður stoppuðum við á veitingastað sem var búinn að elda fyrir okkur týpíska perúíska máltíð, það var ógeðslega gott. Er eldað í jörðinni! Mmmm... borðaði ógeðslega mikið og var illt í maganum allt kvöldið. Rétt áður en við stoppuðum á veitingastaðnum sprakk reyndar á rútunni, ensku gellurnar urðu skíthræddar, ætluðu ekki að þora að halda áfram. Það var nú meiri gelgjuskapurinn í þeim allan tímann, var reyndar frekar fyndið, fengum ástarsögurnar þeirra beint í æð.
Jæja, ég er alla vega komin í smá æfingu fyrir 5495 metrana sem við ætlum að labba upp í eftir 3 vikur.


Á laugardaginn var “pisco sour - dagurinn” en pisco sour er eins konar þjóðardrykkur hér. Hann er í rauninni bara hrá egg og pisco sour (áfengistegund). Mjög góður eiginlega. Þarna um kvöldið fórum við þess vegna aðeins út með krökkunum og fengum okkur eins og einn pisco sour. Heppnaðist bara nokkuð vel.


Hér ad ofan má sjá mig ad njóta pisco sour og okkur med ernesto, Julio og Vanessu, kaerustunni hans ernesto.






Í gær fórum við svo út á La Punta sem er hinn endinn á Lima, mig hefur lengi langað að sjá það. Það var mjög gaman. Það er samt svo fyndið hvað fólk horfir á okkur, við erum eins og blökkumenn voru á Íslandi fyrir 20-30 árum. “Mamma, mamma, sjáðu útlendingana”, þetta fáum við iðulega að heyra á götum úti! Eftir La Punta fórum við í dýragarðinn hér í Lima. Hann var mjög flottur, reyndar alltaf svo sárt að sjá dýr í búri. Lentum á einstaklega skemmtilegum leigubílstjóra á leiðinni heim, var rosalega forvitinn um Ísland, töluðum heilmikið við hann, stoppuðum með honum á bensínstöð þar sem afgreiddu okkur stúlkur í minipilsum. Við hlógum voða mikið og tókum mynd (í laumi), leigubílstjórinn skildi ekkert í af hverju okkur þótti þetta fyndið, honum fannst mjög eðlilegt að afgreiðslustúlkur á bensínstöð væru í minipilsum, fannst það mjög eðlilegt út af hitanum!



Þessi tvo voru svo sæt, sátu fyrir utan staðinn þar sem við drukkum kóka-teið og voru ad selja dagblod. Ég gaf þeim sitthvora sólina og þau brostu út að eyrum. Svo þegar ég var farin framhjá hvísluðu þau að Merdedes: “Hvaðan eru þau? Þau eru svo stór....”!

1 comment:

Erik said...

Gaman að sjá að þið komist út fyrir spítalalóðina. Á fjallamyndinni gætuð þið nánast verið upp á heiði á Íslandi í 66° norður göllunum ykkar.

Erik

PS ég vil fá kókalauf í afmælisgjöf. Annars verðið þið dauð fyrir mér. :)