Saturday, January 13, 2007

11. janúar - Flottræflar

Við erum búin að gista á hóteli síðan við komum, á hótelinu sem pabbi hans Julio á. Ágætis hótel, ekkert heitt vatn í hálfan sólarhring í gær en svona er S-Ameríka! Fórum á stúfana að leita okkur að íbúð. Erum flottraeflar. Viljum vera med utsyni yfir sjoinn i Miraflores, einu finasta hverfinu i Lima. Nóg af íbúðum í boði, vandræði bara að enginn vildi leigja í 1 mánuð nema 1 kona sem við töluðum við í síma. Átti að vera 1000$ á mánuði. Fengum að skoða íbúðina því húsvörðurinn (já það er húsvörður í öllum þessu fínu húsum) hleypti okkur inn að skoða. Íbúð á 14. hæð með útsýni yfir sjóinn. Ógeðslega flott. Svo við mæltum okkur mót við eigandann í dag. Mættum þarna með Julio kl 5 og biðum og biðum.... Eigandinn mætti ekki og svaraði ekki í símann. Var víst hætt við að vilja leigja! Svo við fundum aðra, á 690$. Er líka í Miraflores en ekki við ströndina, þurfum að taka strætó á ströndina en það er allt í lagi! Annars fer maður ekkert á ströndina í Lima, bara fyrir brettagæja. Maður kemur sér bara fyrir í garði sem er nóg af eða fer í einhvern klúbb við sjóinn.

No comments: