Sátum í strætó í dag, strætóinn var stopp á rauðu ljósi. Þetta var svona 4 akreina gata og þá kemur allt í einu strákur labbandi á milli strætóanna, hoppar upp og stelur spöng í gegnum opinn gluggann af konu sem sat í strætó. Já svona er lífið í Perú! Við búin að vera með myndavélina út um gluggann í strætó síðustu daga að taka myndir. Förum að gæta okkar betur núna.
Fórum og létum ljósrita bók í dag, já Perú-búar eru meistarar í sjóræningjatöktum! Pétur lét ljósrita bókina mína um tropical medicine og það kostaði 400 krónur. Nú á Pétur bókina mína á 400 kr sem ég keypti á 3000 kr! Ætlum á morgun að fara og láta ljósrita 5 bækur. J
Það er nú bara þannig að íbúar í suðrænum löndum hafa einhverja gífurlega þörf fyrir að vera alltaf að kyssast. Hér þarf ég að kyssa alla, ALLA, fólk sem ég hef þekkt í 5 sekúndur jafnt sem fólk sem ég hef þekkt í 2 ár. Það er eitthvað pínu asnalegt að kyssa á kinnina einhvern sem var verið að kynna fyrir manni.
Jæja, við erum loksins komin með íbúð. Ágætis íbúð á fyrstu hæð í ágætis hverfi. Það búa reyndar nokkrir kakkalakkar með okkur en það er allt í lagi ;) The more the merrier. Það eru ógeðslega skemmtileg hjón sem eiga íbúðina. Þau tala rosa fína ensku sem er mjög óvenjulegt hér í Perú. Konan er ógeðslega fyndin, hún kom með leigusamning fyrir okkur og lista af öllu sem er í íbúðinni, ÖLLU! Svo fór hún í gegnum allt: hér er kommóða með 5 skúffum, hér er borð með dúk á , taldi meira segja öll hnífapör í eldhúsinu, hér eru 6 teskeiðar. Kakkalakkarnir voru samt ekki a listanum. Svo setti hún vatn í bolla til að sýna okkur að örbylgjuofninn virkaði! Frekar fyndið.
Skrýtið hvað okkur gengur vel að vakna hérna, vakna kl 6:30 hressari en nokkru sinni fyrr og stekk fram úr. Pétur líka svona. Höfum þá kenningu að það sé vegna þess að við komum beint úr skammdeginu á Íslandi í miðsumarsbirtuna hér í Lima.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment