Tuesday, February 20, 2007

Amazon

Við erum búin að sigla á Amazon, synda í Amazon, mynda Amazon, veiða í Amazon, ganga við Amazon, spila fótbolta við Amazon og missa boltann út í Amazon. Þetta eru búnir að vera geðveikir síðustu dagar. Þetta verður brjálað löng færsla... en það er bara frá svo mörgu að segja. Bear with me...! ;)
Fórum sem sagt á laugardagsmorguninn inn í frumskóginn með fyrirtæki sem heitir Explorama. Explorama á 4 “lodges” inni í frumskóginum, sá flottasti heitir Ceiba Tops og er eiginlega bara lúxushótel inni í skóginum um 50 km frá Iquitos. Sá elsti heitir Explorama Lodge og er 80 km frá Iquitos. Þar býr læknirinn sem ég sagði ykkur frá og við fórum því þangað til að heimsækja hana. Síðast þegar við komum hingað til Iquitos fórum við líka með Explorama inn í frumskóginn en þá var ekkert laust nema í Ceiba Tops þannig að við gistum þar. Okkur fannst miklu skemmtilegra að gista í Explorama Lodge þar sem við vorum núna. Það er meira svona frumskógarlíkt. Byrjað er á að sigla 80 km niður Amazon fljótið frá Iquitos og síðan beygt inn litla hliðará þar til komið er að “lodge”-inu lengst inni í frumskóginum. Húsin eru öll tengd saman með gangstígum sem eru lýstir upp á kvöldin með kerosene lömpum. Gist er í litlum herbergjum þar sem eru rúm undir moskítónetum (sjá mynd), 4 hillur, 1 lítið borð með skál, vatnskönnu og sápustykki og 1 spegill. Þetta var ekkert smá kósí. Það er í raun ekkert þak yfir herbergjunum, jú reyndar er þak en það er fyrir ofan skilrúmin sem skilja herbergin að þannig að maður heyrir rosalega vel frumskógarhljóðin + það eru engin gler í gluggunum heldur bara þunnar gardínur. Klósettin (þ.e. kamrarnir) og sturturnar voru inni í svona bambusherbergjum sem einnig voru undir “beru lofti”, þ.e. svona skýli yfir þeim eins og herbergjunum. Mér fannst ekkert smá kósý að fara í sturtu þó þær væru kaldar, maður varð bara eins og hluti af náttúrunni. Vaskurinn fyrir kamrana er vatnstankur og skál utan við klósettin. Starfsmennirnir eru með nokkur gæludýr sem ganga bara laus, 2 grænir talandi páfagaukar, einn stór rauður páfagaukur, einn stór blár páfagaukur sem var algjör frekja og fór með mér í sturtu einu sinni, 1 tapír og 1 risarotta. Svo er þarna fullt af hengirúmum sem er ekkert smá kósý að leggja sig í á milli ferða. Maturinn hjá Explorama er líka ekkert smá góður. Maður étur yfir sig í morgunmat, í hádegismat og í kvöldmat. Allt svona matur tengdur frumskóginum og ferskir ávextir á hverjum degi. MMMMMMMMMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Alla vega, við fórum þarna til að heimsækja lækninn. Hún er ekkert SMÁ SPES! Við einhvern veginn héldum að það yrði meira úr veru okkar hjá henni en raun varð. Hún sýndi okkur klíníkina sína og voða gaman, við spjölluðum við hana þarna á hverjum degi og hún sagði okkur frægðarsögur af sér. Við gátum hins vegar ekki séð neina sjúklinga, sennilega þar sem koma svo fáir á dag.
En alla vega, allir sem koma til Explorama fá sinn eigin guide. Okkar heitir Cesar og er 25 ára, hann var frábær. Flestir guide-arnir eru úr frumskóginum, hafa farið til Iquitos og menntað sig og starfa svo hjá Explorama. Svo var einnig með Cesar, hann talaði m.a.s. mjög góða ensku. Við sem sagt komum þarna beint í hádegismatinn á laugardaginn og mmmmmmmmm......... Fórum síðan í ferð með guide-inum okkar og pari frá Ástralíu sem var með sama guide. Sigldum að þorpi við fljótið Napo og heimsóttum íbúana. Fengum fyrst að skoða 1 hús, ótrúlegt hvernig fólk býr. Náttúrulega án vatns og rafmagns, húsin eru öll bara 2 herbergi, 1 svefnherbergi og hitt herbergið sem er eins konar stofa/anddyri/eldhús/..... Það var einhver fótboltakeppni í gangi þarna í þorpinu þannig að við mynduðum fótboltalið með nokkrum krökkum og kepptum við aðra krakka í þorpinu (á myndinni má sjá fótboltaliðin, í efri röð frá vinstri: ég, Pétur, Cesar guide-inn okkar, Alberto frá Ástralíu og Jenny frá Englandi). Rosa stuð! Vorum að kafna! Hitinn hérna síðustu daga er nefnilega búinn að vera þannig að innfæddir eru að drepast og hvað þá með okkur víkingana. Jæja, sigldum svo til baka og fórum svo bara ég og Pétur á kanó inn litla á. Það var æði, að róa á lygnri á umkringd trjám og frumskógarhljóðum. Fórum svo til baka og borðuðum rosa góðan kvöldmat. Eftir kvöldmatinn tók einn gesturinn eftir slöngu uppi í þakinu ofan við gangstíginn hjá matsalnum. Slangan var með stóra mús/litla rottu og var að reyna að drepa hana. Þetta var ótrúlegt, maður heyrði hálsliðina brotna í aumingja músinni. Hún hélt samt alltaf áfram að hreyfa sig. Ég og Pétur vorum handviss um að þetta væri eitruð slanga, allt passaði við lýsinguna sem við höfðum fengið á spítalanum í Lima þegar okkur var kennt um slöngur. Guide-inn var reyndar ekki sammála því að hún hefði verið eitruð... við þykjumst vita betur! Stuttu síðar missti svo slangan músina, það var svo mikið myrkur að við sáum aumingjans músina ekki í grasinu en ég vona að hún hafi verið dáin. Við fórum svo bara snemma í háttinn, yndislegt að sofna undir næstum beru lofti, umkringd moskítóneti. Það var í alvörunni frábært og m.a.s. fannst Pétri það líka.
Jæja, daginn eftir byrjuðum við náttúrulega daginn á hrikalega góðum morgunverði og fórum svo af stað að heimsækja Yagua indíánana rétt hjá lodeg-inu. Þar fengum við að sjá ýmiss konar dansa og svo skjóta úr svona blow gun. Pétur hitti glæsilega í fyrsta skoti. Ég hitti í öðru skoti. Svo fórum við að skoða “the sugar cane factory”, þ.e. lítil verksmiðja við Amazon fljótið (reyndar eru það ættingjar guide-sins okkar sem reka verksmiðjuna) sem býr til romm og síróp úr sykurreyr. Fengum að búa til smá sykurreyssafa, Pétur lék hestinn sem snýr vélinni, og drukkum svo safann. Rosa góður! Heimsóttum svo manninn sem á verksmiðjuna og fengum að smakka rommið, það eru 4 tegundir af rommi sem hann býr til úr sykurreyrnum, eitt hreint og svo 3 sem hann blandar við síróp og annað góðgæti. Okkur fannst ein rommtegundin áberandi best og keyptum saman eina litla flösku af því. Þarna á barnum voru hundar og einn köttur, ... helv... kötturinn, stökk upp á mig þar sem ég sat í stuttbuxum og læsti klónum í lærið á mér... ÁÁÁÁI, fékk alveg djúp lítil göt! Klessti náttúrulega um leið eins miklu spritti á þetta og ég gat! Eftir þetta fórum við svo og fengum að skoða heilsugæsluna þarna almennilega. Merkilegt að sjá þetta, hún er alveg með litla rannsóknarstofu og allt.
Jæja, eftir hádegið fórum við Pétur svo að veiða piranha fiska. Við tvö veiddum reyndar engan piranha en Pétur veiddi 4 catfish (sjá mynd) og að minnsta kosti eina sardínu, ég veiddi eina sardínu og einn hættulegan catfish! Guide-inn okkar hrópaði alveg upp yfir sig þegar hann sá fiskinn sem ég hafði veitt: “Ekki snerta hann, ekki snerta hann”. Héldum síðan för okkar áfram og guide-inn spurði hvort við vildum synda í Amazon, hann lofaði að það væru engir piranha fiskar á staðnum þar sem við vorum þá. Við hugsuðum okkur um ... en jú við bara urðum að synda smá. Pétur bara reif sig úr og stökk út í, ég sat eftir í bátnum og hugsaði um hvernig í ósköpunum við ættum nú að komast aftur upp í bátinn en svo hoppaði ég bara líka út í. Eftir smástund fór Pétur svo að bátnum og hífði sig upp í. Ég elti og ætlaði að fara að hífa mig upp... allt stopp. Reyndi aftur... allt stopp. Ég bara komst ómögulega upp í bátinn. Ég yrði bara að synda í land og búa við Amazon flótið:
Berglind M. Jóhannsdóttir
Pálmatrjáahúsi 5421
Amazon fljótinu
Perú
Pétur rétti mér nú aðra höndina en allt kom fyrir ekki. Þetta var drulluerfitt. Endaði með því að Pétur tók utan um báða upphandleggina á mér og reif mig upp í bátinn, ég vissi af mér næst á bátsgólfinu, öll rispuð eftir viðinn í gólfinu! Ég hló og hló, við hlógum öll og hlógum, ég, Pétur, Cesar og stýrimaðurinn. Ummerkin eftir þetta leyna sér þó ekki, er með risamarbletti á báðum upphandleggjum, aumingja Pétur fær alveg í magann við að sjá þá og fólk horfir á hann illu auga! Nei nei, en í alvöru talað þá er ég með RISAmarbletti á báðum upphandleggjum og öll rispuð á bakinu eftir lendinguna! Það verður nú samt eiginlega að koma fram að ég fæ mjög auðveldlega marbletti!!!
Jæja, höldum áfram með ferðasöguna... Við héldum svo áfram ferð okkar, komum heim í lodge-ið og í kvöldmatinn fengum við Pétur piranha fiskana sem við höfðum næstum því veitt (sjá mynd). Mmmm... þeir voru bara góðir. Síðast þegar við vorum hérna veiddi ég reyndar piranha fisk (var mariufiskurinn minn, fyrsti fiskurinn sem ég hef veitt) en þá fengum við ekki að borða hann. Eftir kvöldmatinn kom svo að fyrri hápunkti ferðarinnar, við fórum í myrkrinu á kanó með Cesari og stýrimanninum inn sömu litlu ána og ég og pétur höfðum farið daginn áður. Vorum með vasaljós og sáum fullt af dýrum, fishing spider, laughing frog, red eyed frog, yellow belly whipsnake, grey tail wood rail, owl butterfly, leðurblöku etc etc. Náðum góðum myndum af öllum með fínu myndavélinni hans Péturs. Þetta var frábær sigling. Enduðum svo kvöldið við kertaljós, gítarspil og söng inni á barnum.
Morguninn eftir fórum við í höfrunga- og letidýraleit. Sigldum heilmikið, Cesar fann svo eitt letidýr (enska: sloth, spænska: perisoso) lengst í burtu efst í trjágrein. Gátum séð hann vel í kíki. Sigldum svo áfram og viti menn... við lentum í höfrungaævintýri. Vorum víst rosalega heppin. Vorum sem sagt að sigla á ármótum (þar sem bleiku höfrungarnir halda sig helst) og þá sá Cesar einn höfrung svo við stoppuðuðum og biðum og fengum heljarinnar sýningu. Þarna var þá heil höfrungafjölskylda (sem er sjaldgæft þar sem þessir höfrungar eru oftast einir á ferð). Auk þess er ekki þurrkatímabil núna en þá er helst að maður sjái höfrunga. Við sáum þá alla vega vel, pabbinn var alveg bleikur! Kýrnar eru grárri og kálfarnir alveg gráir. Sáum alla frekar vel. Sátum þarna í a.m.k. 20 mínútur og fylgdumst með þeim, þetta var æði. Pétur náði ágætis myndum með fínu myndavélinni og ég reyndi að taka video á mína, náði nokkrum ágætis skotum en videoin eru náttúrulega ekki í miklum gæðum. Kíkið á myndirnar hans Péturs, held hann hafi sett inn mynd af a.m.k. einum höfrungi. Héldum svo áfram eftir Maniti ánni (áin þar sem við sáum höfrunguna) og sáum fullt af ribereños (fólkinu sem býr við ánna) gera sig til fyrir carnaval. Í frumskóginum er aðalskemmtunin við carnavalið þannig að fólkið raðar litríkum fötum á pálmatrjá í nokkra daga og svo einn daginn skiptist fólk á að reyna að höggva pálmatrén niður þar til þau detta, sá sem slær lokahöggið fær eitthvað sem ég reyndar náði ekki alveg hvað var. Þetta er svona eins og á öskudaginn heima, þegar krakkarnir skiptast á að slá tunnurnar. Fórum svo til baka, rétt eftir að við komum til baka kom Cesar hlaupandi og vildi sýna okkur eitthvað. Hann hafði þá fundið letidýr (sloth, perisoso) í tré alveg við lodge-inn. Við stóðum bara svona 4 metrum neðan við það og horfðum á það. Heilsuðum svo upp á risarottuna (sjá mynd, henni fannst voða gott að láta klóra sér bak við eyrun), borðuðum síðustu máltíðina þarna og sigldum til baka í rosa hraðskreiðum bát, Pétur datt á mig þegar stýrimaðurinn gaf í. Jæja, við erum alla vega komin aftur til Iquitos, hlutverkin hafa snúist við, Pétur er orðinn að litlum negrastráki og ég orðin að litlum karfa með risamarbletti, 4 bit (já ég var loks bitin), rispur á bakinu og kattaklór á lærinu. Pétri finnst hrikalega fyndið hvað ég er illa farin. En þrátt fyrir þetta allt saman dýrka ég frumskóginn. Mér finnst þetta bara æði. Á pottþétt eftir að koma aftur hingað.




6 comments:

Berglind said...

Ég væri nú alveg til í eins og eina rjómabollu...
Ógeðslega gaman að fá komment...
Guðrún mín, ég kem með eitthvað voða fallegt handa þér frá Perú :)

Unknown said...

Þið eruð ótrúleg að þora öllu þessu. Vera svona nálægt öllum þessum freaky dýrum og stökkva út í Amazon. Mig er farið að gruna að myndirnar séu photoshoppaðar!!!

Kveðja,
Kristín skræfa

Anonymous said...

Berglind mín það er alveg æðislegt að lesa bloggin ykkar Péturs. Ég er nú ánægð að lesa það hvað hann er hjálplegur við þig. Nokkrir marblettir?? ég vona að þú erfir það ekki við hann.
Kveðja,Þóra Hrönn

Anonymous said...

Þetta er alveg frábær ferðasaga, og æðislegar myndir. Ég held að það sé alveg ljóst að maður verður einhverntíman að fara í svona frumskóarferðalag. Skógurinn í Hallormsstað stenst engan veginn samanburðinn við þetta (þó hann sé ágætur). :)

Erik said...

Þetta er nú ekkert, einu sinni var ég í Danmörku og sá Grænlending!! já Grænlending!!

Anonymous said...

Ji, hvað er gaman að lesa þetta. Maður getur samt orðið pínu abbó ;-)