Tuesday, February 27, 2007

Cajamarca - Trujillo - Huaráz

Verd eiginlega ad byrja a tvi ad nefna ad marblettirnir eru ad hverfa a methrada, Petri til mikillar gledi og sálarróar...

En jaeja, ta hofum vid officially lokid verknami og erum komin a faraldsfot. Vid byrjudum a tvi ad fara til Lima fra Iquitos og forum heim til Julio til ad pakka fyrir ferdalagid. Tar kynntumst vid foreldrum hans sem voru yndisleg og vildu allt fyrir okkur gera. Mamma hans Julio er fra Cajamarca og vildi endilega koma okkur i samband vid fraenda sinn tar + bad okkur um ad fara med sukkuladi fra ser til fjolskyldunnar sinnar sem vid natturulega gerdum. Cajamarca er saet borg i 2700 metra haed i nordurhluta Peru. Nuna er regntimabil i fjollunum to vid hofum ekki lent i rigningu en okkur leid eins og a koldum sumardegi eda haustdegi a Islandi, mer vard kalt a hondunum i fyrsta sinn sidan a Islandi fyrir 7 vikum sidan. Eg byrjadi lika fyrsta daginn a ad fa sma snert af hafjallaveiki, hun reyndar leid hja a nokkrum klukkutimum en mikid hrikalega var tad ekki taegilegt, nistandi hofudverkur, lystarleysi og ogledi.
I Cajamarca-borginni sjalfri bua um 150.000 manns en i heradinu um 300.000. Cajamarca tydir i raun mork i kassa (caja = kassi og marca = mork) enda er borgin umkringd fjallahring. Tad koma ekki margir turistar til Cajamarca svo vid vorum ansi aberandi, um 3 ara stelpa togadi t.d. i pilsfaldinn a mommu sinni, benti a okkur og hropadi: "Mamma, mamma, serdu harid a teim?". Vid byrjudum fyrsta daginn a ad ganga upp ad utsynisstad tar sem vid saum yfir alla borgina. A utsynisstadnum er fullt af krokkum sem bjodast til ad leidbeina manni, vid fengum 3 straka til ad leidbeina okkur og teir voru ansi godir! 8, 10 og 11 ara, vid tekkudum a nokkud morgum hlutum sem teir sogdu og tad var allt rett.
I Cajamarca var sidasti Inka-hofdinginn tekinn af lifi af Spanverjum (undir stjorn spaenska hershofdingjans Pizarro) arid 1533 svo tetta er sogulegur stadur. Vid forum og skodudum herbergid tar sem inkahofdinginn a ad hafa lofad spanverjum fullu herbergi af gulli og silfri i stadinn fyrir frelsid. Sa samningur endadi to tannig ad lymskufullir Spanverjarnir toku Inkana a smáa letrinu og toku inkahofdingjann af lifi. Petur er med adeins nakvaemari sögulysingar a blogginu sinu fyrir ahugasama.
Vid forum lika i Inkabödin en um 8 km fra Cajamarca kemur 71ºC heitt vatn upp ur jordinni sem inkarnir nyttu til bada. I dag er buid ad bua til heljarinnar batteri i kringum bödin, tu kaupir ter mida, bidur ansi lengi og tegar kemur ad ter faerdu ad fara inn i litid herbergi med litlum heitum potti bara fyrir tig og tina og liggja tar i 25 minutur. Vid Petur profudum natturulega ad leggjast i inkabad, a vist ad vera voda heilsusamlegt en ekki neitt afskaplega merkilegt fyrir okkur islendinga sem erum vanir almenningssundlaugum og heitum pottum svo eg minnist nu ekki a blaa lonid. I Cajamarca forum vid lika og skodudum Ventanillas de Otuzco sem eru eins konar "gluggar" i klettunum sem folk fyrir tima Inkanna bjo til og notadi sem grafir, vid heimsottum lika baendur og ostaverksmidju sem var reyndar ansi ahugaverd. Forum lika i rutuferd upp i fjollin og skodudum Cumbe Mayo sem er svaedi med serkennilegum klettamyndunum. Tad var mjog skemmtilegt.
Prófudum svo natturulega typiskan fjallamat, bordudum eiturgraena súpu og hálfan naggrís. Já tad var hálfur naggrís á disknum mínum, tennur og allt. Skorinn endilangur. Var alveg godur en mer fannst halfogedslegt ad skera i hann.
Eftir 2 daga i Cajamarca tokum vid svo rutu til Trujillo sem er borg vid nordurstrond Peru. Trujillo er tridja staersta borgin i Peru med 650.000 ibua og var stofnud arid 1535 af hershofdingjanum Pizarro sem eg nefndi her adan. Trujillo er tvi svolitid evropskari en adrar borgir i Peru, nokkud sem Trujillo buar eru stoltir af. Tarna er fullt af colonial byggingum etc. I kringum Trujillo er mikid af menningarlegum rustum og stodum sem gaman er ad skoda auk tess sem Trujillo er fraeg fyrir hestana sina (pasofinos) og dansinn marinera. Vid forum og skodudum Huacas del sol y de la luna (helgir stadir sólar og tungls) to teir tengist sól og tungl ekki neitt. Tetta eru um 1500 ára gamlir piramidar sem eru reyndar rosa flottir. Annar teirra var stjornmalalegs edlis en hinn truarlegs edlis. Haegt er ad fara inn i tennan sem er truarlegs edlis med guide og skoda veggskreytingar etc. Vid forum svo a hesta- og danssyningu sem var reyndar frekar fyndin. Syningin atti ad vera 2 timar en kynnirinn var sifellt ad kynna eitthvad rosalegt sem var svo ekki neitt! Tetta reyndist tvi vera sama 5 minutna rutinan 4x og svo eiginlega ekki neitt inni a milli. Var samt gaman. Tetta voru 2 hestar (pasofinos) og natturulega 2 knapar og svo 1 stelpa sem dansadi marinera. Tad sem er merkilegt er ad tessir hestar tölta eins og islenski hesturinn. Petur, hinn reyndar mjog svo frodi hestamadur, sagdi mer ad tad vaeri meira ad segja buid ad reyna ad blanda tessum hestum saman vid hinn islenska i Tyskalandi til ad fa bestu eiginleikana fra hvorri tegund fyrir sig. Vid fengum svo ad fara sma runt a hestunum, reyndar var teymt undir manni, en Petur fekk ad fara sma runt einn. Eftir tetta forum vid svo og skodudum Chan Chan sem er RISAleirborg nordur af Trujillo. Borgin var byggd af Chimú folkinu sem ríkti á árunum 1000-1470. Tessi borg er reyndar mjog nidurnidd, leirveggir uti um allt en RISAstor. Er held eg 14 ferkilometrar. Borgin skiptist i 9 hluta og haegt er ad skoda 1 teirra sem vid gerdum. Endudum svo daginn ad fara til Huanchaco, litils strandbaejar nordur af Trujillo, tar sem haegt er ad sja caballitos og notkun teirra. Caballito tydir litill hestur en caballitos eru litlir "batar" gerdir ur sefi sem menn i Huanchaco nota enn tann dag i dag til ad veida. Batarnir kallast litlir hestar tvi sjomennirnir setjast ofan a batana og roa svo med einhverri spytu. Svolitid merkilegt ad sja.
Jaeja, nottinni eyddum vid svo i rutu, 9 tima rutuferd og komum nu undir morgun til Huaráz. Huaráz er borg i Andesfjollunum i 3091 m haed. Her er regntimabil nuna eins og i ollum fjollunum i Peru en vid erum rosalega heppin tvi i dag er heidskirt og a ad vera naestu daga. Vid erum komin i paradís, tetta er ROSALEGA fallegt. Her eru 2 fjallgardar, annar heitir Cordillera blanca (hvíti fjallgardurinn) og hinn Cordillera negra (svarti fjallgardurinn). Sa hviti heitir tad tvi hann er hulinn snjo og mikid rosalega er tad fallegt. Sjá Cordillera blanca HÉR. I Cordillera blanca eru fleiri en 50 tindar sem eru yfir 6000 metrar. Tetta svaedi er eitt vinsaelasta gongu- og klifursvaedi i heimi. Tid skiljid kannski nu af hverju vid erum i paradis, getum meira ad segja potttett notad 66ºN fotin okkar ykt mikid Erik. I dag aetlum vid hins vegar bara ad taka tvi rolega og venjast haedinni, a morgun forum vid i rutuferd upp i fjollin, forum held eg nalaegt Huascarán sem er haesti tindurinn i Perú, eitthvad um 6500 m. A fimmtudaginn aetlum vid svo ad ganga frá Huaráz ad Churup (sjá HÉR) sem er vatn i 5500 m haed. Ja ta verdum vid fjallageitur (med guide natturulega!).
Planid er svo Lima med rutu a fostudaginn, Cuzco (borg í 3400 m haed) med flugi a laugardaginn og a manudaginn byrjum vid Inca Trail (ahugasamir geta skodad upplysingar um Inca Trail HÉR) tar sem vid gongum i 3 daga med guide og burdarmonnum (hjukket) og endum i Machu Picchu (allir tekkja Machu Picchu a mynd, sjá HÉR). Vid hofum reyndar komid adur til Cuzco og Machu Picchu en nu verdur hapunkturinn Inca Trailid. :)

4 comments:

Unknown said...

ojj naggrís!
hehe

Anonymous said...

oh mig langar að vera hjá ykkur núna
kv. Ragna Karen

Anonymous said...

Hljómar hrikalega vel. Vá!
Kv,
Ásta

Anonymous said...

Allt spennandi og gaman að lesa um ævintýrin en ég skil ekki af hv.hesturinn var teymdur undir þér en ekki Pétri! Góða ferð á inka reilið og vonani verður búið að afhausa næsta dýr s. verður etið. Litli júlla og röggu sonur dafnar vel. kveðja mamma